Stígandi - 01.01.1944, Page 26

Stígandi - 01.01.1944, Page 26
24 HÁSKÓLANÁM í ENGLANDI STÍGANDÍ að hafa vinsælasta kénnara háskólans, Prófessor Gordon, sem aðalkennara. En fámennur var sá hópur, aðeins fimm að tölu, en hinir voru fleiri, er bókmenntir stunduðu, og margt af því kvenfólk. Engir skólabræðranna stunduðu íþróttir neitt að marki vegna annríkis. Það, sem lesa átti, var ákveðið fyrir fram ár hvert, en auk þess benti prófessor á bækur til stuðnings og uppfyllingar, en deildarprófin 3 ýttu undir menn að lesa vand- lega. Tekið var fram, að stúdentum bæri skylda til að lesa í sum- arfríum, og var próf í byrjun hvers árs til að sjá um, að þessu væri framfylgt. Er Jrví varla hægt að gera ráð fyrir neinni annarri sumarvinnu. Fyrir kom, að stúdentum var neitað um leyfi til að taka-fulln- aðarpróf, Jrótt staðizt hefðu próf, ef þeir höfðu ekki sótt tíma. Tók einn stúdent, er ég þekkti, Jressa ráðstöfun svo nærri sér, að liann fyrirfór sér. r Það kom einnig fyrir, að menn voru sviptir Jreim stigum, er liáskólinn hafði veitt þeim. Var Jrað Jrá auglýst í háskólanum, en slíkt hlýtur að vera gert aðeins, ef um alvarlegt afbrot er að ræða. Fullnaðarpróf í ensku var tekið í 10 greinum: 1. ólesin forn- enska og miðaldaenska, 2. fornensk og miðensk málfræði, 3.-4. valdir textar úr fornum og miðalda bókmenntum enskum, 5. al- menn ensk bókmenntasaga, 6. Chaucer, öll rit lians, 7. Sliake- speare allur, 8. ensk málsaga, 9. gotneska, 10. norræna. Öll Jressi próf voru skrifleg og stóðu yfir í 3 tíma. Hverjum stúdent var fengin heft bók með tölusettum blaðsíðum, en próf- reglur voru prentaðar efst á forsíðu. Var hægt að fá fleiri arkir með því að snúa sér til þeirra, er yfir sátu, og skrifuðu Jreir þá hjá sér nöfn þeirra, er viðbótarhefti fengu. Urðu menn að vera vel að sér til þess að geta leyst úr verkefnum á fullnægjandi hátt á svo stuttum tíma. Verkefni voru prentuð, og var hægt að fá þau keypt eftir próf fyrir Jrá, sem vildu kynna sér þau. Engan lieyrði ég tala um svik við háskólapróf, og hefi ég ekki heyrt þau nefnd á nafn. Er þetta ekki ómerkilegt atriði og gæti orðjð öðrum há- skólum til eftirbreytni. Fullnaðarpróf í Leeds er nú með öðrum hætti. Er Jrví tví- skipt og sumar greinar.eru látnar koma til fullnaðarprófs við lok annars háskólaárs. Léttir það mjög prófið, og er gleðilegt til þess að vita, Jrví að erfitt veittist mönnum eldra fyrirkomulagið. Síðan var 3 vikna hlé, meðan prófdómendur athuguðu úrlausn- ir verkefna. Þessir prófdómendur eru frá öðrum háskólum, og

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.