Stígandi - 01.01.1944, Side 33

Stígandi - 01.01.1944, Side 33
STÍGANDI SVERRIR ÁSKELSSON: VORIÐ ER AÐ KALLA Gakk þú hægt og hljótt um þennan reit, hlusta þú á blæinn. Vorið kemur sunnan yfir sveit, svífur létt um bæinn. Kannske mun það tylla niður tá til að græða móinn, þar sem seinna spretta berin blá. Bráðum kemur spóinn. Æðarfuglinn flokkar sig á hlein, flögrar veiðibjalla. Bærist þangið þvalt við kaldan stein, þegar bárur falla. Fjöllin loga langt í vesturátt. Lengjast skuggar nætur. Yfir hvelfist himinheiðið blátt. Hljóðlát jörðin grætur. Roðnar vangi, vaknar ástarþrá, varir tveggja mætast. Augun tindra bæði djúp og blá. Beztu draumar rætast. Hinir ljósu lokkar þér um háls líkt og bylgjur falla. Vilt þú með mér vaka ein og frjáls? Vorið er að kalla.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.