Stígandi - 01.01.1944, Síða 34

Stígandi - 01.01.1944, Síða 34
STÍGANDI KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR: FEÐGININ í MIKLAGARÐI Síra Hallgrímur Einarsson Thorlacius var þjónandi prestur í Miklagarði í Eyjafirði 60 ár (1786—1846). Hefir hann því ávallt verið kenndur við þann stað. Margir munu kannast við hann af sögum þeim, sem um hann hafa verið sagðar og skráðar. Flestar þessar sögur munu vera sannar — sumar líklega dálítið ýktar — því að þannig gengu þær manna á milli nokkru fvrir síðustu alda- mót, sagðar af því fólki, sent mundi vel eftir síra Hallgrími og hafði verið í sóknum hans. Öllu þessu fólki var fremur hlýtt til hans, og það hélt því fram, að nokkuð liefði verið í hann spunnið á margan hátt, þótt hann væri stundum undarlegur í framkomu. Hann var barnslega einlægur og opinskár, Jregar hann talaði um sína eigin galla, en aldrei strangur í dómum um aðra. Og aldrei kom hann fram með hörku og ofstæki við söfnuð sinn eins og sumum klerkum hætti við á þeim tínnun. Það var almenn trú, að síra Hallgrímur væri dulskyggn og sæi óorðna atburði. Fannst mönnum sem honum kæmi fátt á óvart. Höfðu margir tekið eftir því, að orð, sem hann lét falla eins og ósjálfrátt, reyndust oft sönn spásögn. En væri hann spurður, hvernig hann hefði fengið þessa vitneskju, eyddi hann því jafnan og gaf engin ákveðin svör. Víst er um það, að nokkrir afkomendur síra Hallgríms hafa verið gæddir ýmsum dulrænum hæfileikum. Skal hér sögð ein forspá síra Hallgríms. Það var nokkru eftir aldamótin 1800. Þá þjónaði hann Hólum í Eyjafirði ásamt Miklagarði. í Hólum bjó þá Gunnar Jónsson, sem sumir kölluðu Hólaskáld. Hann hafði legið veikur mikinn hluta vetrar svp þungt haldinn, að honum var varla hugað líf. Unt vorið fór hann að hressast, og einn sólskinsdag skreiddist hann á fætur og lét styðja sig út í hlaðbrekkuna. Þar lagðist hann niður í grasið og naut vorblíðunnar. Þetta var messudagur í Hólum, og fólkið var að koma til kirkj- unnar. Þá bjó í Leyningi bóndi sá, er Bjarni hét, rúmlega miðaldra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.