Stígandi - 01.01.1944, Síða 37

Stígandi - 01.01.1944, Síða 37
STÍGANDI FEÐGININ í MIKLAGARÐI 35 eftir lét hann sama lyf í mat drengsins, og fór þá á sömu leið fyrir honum og gamla manninum áður. Síra Hallgrímur gaf honum gætur, og þegar leið á daginn, segir hann kátbrosandi: „Þú ert svo fölur í dag, Hallgrímur. Og svo ertu alltaf á rápi.“ Ekki var þess getið, að Hallgrímur yngri hefði svarað neinu. Mun hann liafa grunað, hvernig á lasleikanum stóð og líklega orðið þessi hirting minnisstæðari en flenging eða ávítur. Gömul kona sagði frá því, þegar hún var fyrst við Miklagarðs- kirkju. Þá var hún barn innan við fermingu. Foreldrar hennar voru nýflutt í sóknina. Þegar messan var á enda, komu öll börnin fram á kirkjugólfið og röðuðu sér inn og fram með sætunum. Þar stóðu þau, meðan presturinn var að spyrja þau. Konan sagðist liafa orðið ósköp hrædd um, að hún gæti ekki svarað neinu, af því að hún var þarna öllu ókunnug. Hún þorði ekki upp að líta, en reyndi að fylgjast með spurningum og svörum hinna barn- anna. Þá er hönd lögð á höfuð henni, og hún hrekkur við og lít- ur á prestinn. Hann brosir, og augu hans eru rnild og góð: „Hvað heitir þú, litla stúlka?“ Því gat liún svarað og eins hvers dóttir hún væri og hve gömul. Þá strauk liann aftur yfir höfuð hennar og sagði: „Þú ert skýr stúlka og getur einhvern tíma svar- að fyrir þig.“ Þar með var þeirri yfirheyrslu lokið. Eftir það sagð- ist konan aldrei liafa kviðið fyrir því að fara fram á kirkjugólfið. Böm síra Hallgríms voru fjögur. Synir hans báðir þóttu merkir prestar á sinni tíð. Síra Einar Thorlacius, sem lengst var prestur í Saurbæ í Eyja- firði, var kallaður ágætur ræðumaður og lærður vel. Á vetrum kenndi hann á heimili sínu mörgum sveinum, sem síðar urðu em- bættismenn. Þar á meðal var Pétur Pétursson síðar biskup. Síra Hallgrímur Thorlacius á Hrafnagili var lengi prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Hann þótti nærfærinn við sjúklinga, og var oft leitað ráða til hans í veikindum eða ef slys bar að höndum. Sumum fannst Iiann einrænn í háttum, og mynduðust sagnir um það, að hann stæði í sambandi við huldufólk, sem sagt var að byggi í landareign Hrafnagils, og hefði liann skírt barn fyrir það. Sesselja dóttir síra Hallgríms í Miklagarði var fyrri kona síra Jörgens Kröyer, sem um nokkurt skeið var aðstoðarprestur tengdaföður síns og þjónaði Hólum í Eyjafirði. Hann þótti glæsi- legur maður, og þeir, sem mundu eftir honum, kváðustaldrei Iiafa heyrt svo fagra og mikla söngrödd sem hans. Sesselja var hæglát 3*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.