Stígandi - 01.01.1944, Side 39

Stígandi - 01.01.1944, Side 39
STÍGANDI FEÐGININ í MIKLAGARÐI 37 hafði verið í nágrenni Miklagarðs. Hún var minnug og talaði oft um feðginin í Miklagarði, einkum Elínu, sem var ljósmóðir tveggja barna hennar. Minntist hún Elínar jafnan með lotningu og þakklæti. Jafnframt talaði hún um það, að aumt væri til þess að vita, að engin kona ætti nú lausnarsteininn. Þegar einhver ef- aðist um það, að lausnarsteinninn væri til, þá sagði hún, að hann gæti eins verið til og óskasteinninn og hulinshjálmssteinninn. Við Jdví var ekkert að segja. Hún var barn síns tíma. Hún var þá spurð að því, hvort hún hefði séð lausnarsteininn hjá Elínu. Nei, engin kona hafði fengið að sjá hann, svo að hún vissi til. Þær hefðu þó fundið það konurnar, ef F.lín hefði lagt steininn í lófa þeirra? „Það er ekki víst, að þær hafi þurft að halda á steininum. Hún hefir máske haldið sjálf á honum,“ sagði gamla konan. Hún sagð- ist hafa sagt við Elínu, að sér fyndist þrautirnar hverfa undan höndum hennar, og það segðu svo margir. Þá hafði Elín svarað brosandi og hógvær: „Ég veit það. Mér hefir verið sagt það, að hendur mínar geti dregið úr þrautum. En ég má gæta þess, að það verði ekki svo mikið, að það trufli sótt- ina.“ Þetta var sú eina setning, sem konan hafði eftir Elínu, enda hafði hún verið fáorð og hljóðlát í framkomu. Elín var sögð fríð kona og sérstaklega viðmótsgóð við alla. Hún var svo hörundsbjört, að orð var á gert. Gjöful þótti hún og góð- gerðasöm. Aldrei tók hún eyri hjá konum þeim, sem hún sat yfir. Þar að auki gaf hún öllum fátækum konum prjónaðan þelbands- kjól handa hverju barni, sem hún tók á móti. Sagt var, að hún hefði jafnan ungbarnskjól á prjónum. Síra Hallgrímur unni mjög dóttur sinni og kallaði hana oft hvítu liljuna sína. Hann sagði oft, að hún væri betri og hreinni en flestir aðrir. Fannst engum það ofmælt. Oft hafði hann sagt við Elínu, þegar hún bjó sig að heiman til ljósmóðurstarfa: „Taktu aldrei borgun fyrir þetta starf, Elín mín. Á meðan blessast Jrér það.“ Elín varð ekki gömul. Alla æfi hafði hún verið fremur heilsu- tæp. Starf hennar heimtaði mikla áreynslu, vökur og ferðalög. Svo tók hún langvinna brjóstveiki, sem dró hana til dauða á miðjum aldri. Síðustu mánuðina lá hún rúmföst. Síra Hallgrím- ur mun fljótt hafa vitað, að hverju dró. Hann ráfaði út og inn, staðnæmdist við rúm hennar og spurði. hvernig hvítu liljunni

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.