Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 41

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 41
STÍGANDI EINKENNILEG TILVILJUN - EÐA ÖRLÖG? Stærsta bifreiðaverksmiðja Frakklands er kennd við Citroén. Hún stóð ekki nema steinsnar frá fljótinu Rín í borginni Strassburg og tæpar 70 míl- ur enskar frá landamærum Svisslands. Skömmu áður en Þjóðverjar óðu yfir Frakkland, lét verksmiðjustjórnin taka öll áhöld verksmiðjunnar og vélar stærri og minni og hlaða þeim á 800 stórar flutningabifreiðar, og hélt vagnalestin af stað yfir þvert Frakk- land. Var förinni heitið til Bordeaux. Þegar vagnalestin náði til Bordeaux, höfðu -Þjóðverjar lagt allt Norður-Frakkland undir sig; þeir höfðu tekið París, og bjóst verksmiðjustjórnin við, að Þjóðverjar myndu taka vagna- lestina. Afréð hún því að reyna að koma lestinni til Sviss, en þegar sam- komulag hafði náðst við svissnesku stjórnina, voru Þjóðverjar öllu ráðandi á vegum Frakklands, og er lestin nálgaðist svissnesku landamærin, féll hún í hendur Þjóðverja. Þeir sendu lestina beint til Strassburg, og þar endaði fyrsti áfangi bifreiðanna, er þeim hafði verið ekið um 1000 mílur. Frá Strassburg var lestinni ekið yfir landamærin og inn í Þýzkaland. Þjóðverjar virðast ekki hafa vitað, hvað heppilegast væri að gera við flutninginn, og afréðu að taka hann ekki af vögnunum að sinni. Um þessar mundir var enn vinátta milli Þjóðverja og Rússa, þó töldu Rússar, að Þjóð- verjar uppfylltu ekki samninga við þá um vélar, er Þjóðverjar éttu að láta þá fá í stað hveitis og olíu, er þeir fengu frá Rússum. Þjóðverjar svöruðu þessu nauði Rússa með því að fá þeim í hendur vélarnar og áhöldin úr Citroén-verksmiðjunni frönsku, og hófst þá síðasti áfangi lestarinnar, en hann endaði ekki fyrr en austur við Úralfjöll. Rússar hófust handa og tóku af vögnunum og reistu verksmiðjuna og höfðu lokið því, er Þjóðverjar réð- ust inn í Rússland. Og nú framleiðir þessi verksmiðja allar beztu flugvélar Rússa, sem reynzt hafa Þjóðverjum hinar skæðustu á austurvígstöðvunum. (Þýtt úr ensku af F. H. B.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.