Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 44
42
INDRIÐI ÞORKELSSON A FJALLI
STIGANDI
talaði um það ófeimnari og í
ljósara máli og heitara en sá, er
við erum nú að kveðja, að hið
mannlegasta væri og guðdómleg-
ast. Hann gekk £ram sín fyrstu
spor með undurheita trú á lífið
og mennina, er gengust undir
lífsönnina með honum. Þrátt
fyrir allt, er síðar kom, átti hann
þessa trú heila fram á síðustu
stund, trúna á hið guðdómlega
við hið mannlega, trúna á lífið
og mennina og heita ást á hvoru
tveggja. Þess vegna voru hans
síðustu orð: Ég bið að heilsa,
heilsa öllum.
Næst fyrsta minning mín, sem
snerti hann, er um gest, er kom
héðan frá Syðrafjalli. Sá hét Jón Jónatansson, og hann fékk unga
fólkið á Sandi til að syngja með sér í rökkrinu. Það söng mörg
lög og margar vísur, sem ég skildi betur en lögin. En það, sem tók
mig mestum tökum, vafalaust af því að hrifni unga fólksins, sem
söng, orti á mig, voru „vísur Indriða", eins og þær voru kallaðar,
vísur úr tveimur kvæðum hans, er ég lærði þá þegar þessi kvöld á
þenna veg:
Áfram lengra, ofar hærra
upp mót fjallsins háu brún!
Þetta öllum stöfum stærra
stendur letrað, nem þá rún.
Lærðu hennar þýðing þekkja,
þína sjón við andann bind,
lát þig engan blindan blekkja
bókstafsþræl í neinni mynd.
Indriði Þórkelsson á Fjalli.
Áfram lengra, ofar hærra,
upp þar morgunroðinn skín!
Þetta hverju hrópi skærra
heróp berst í eyru mín,