Stígandi - 01.01.1944, Page 45

Stígandi - 01.01.1944, Page 45
STÍGANDI INDRIÐI ÞÓRKELSSON Á FJALLI 43 heróp snjallt, sem gnýr og gellur, gæðir lúinn fjöri og þrótt. Blóðið unga sýður, svellur sigurdraumi’ um myrka nótt. Er sem líti’ eg leiftrin þjóta, logarák um geiminn fer. Hrifinn jrá eg fell til fóta, framsókn, helg og eilíf, þér. Þína söngva sæta að heyra svarta nóttin veitir tóm. Mínu sný eg aldrei eyra Undan þínum drottinróm. Og í öðru lagi: Látum sjá að sé ei fokið, Svellagrund, í öll þín skjól. Ei er jhnni árbók lokið eyja köld við norðurpól. Þjóðarstofn skal gildna og gróa, gamalt drauma heitorð efnt. Grein á honum græna og frjóa geta vildi’ eg okkur nefnt. Grein, sem vetrar grimmur kraftur getur aðeins beygt um stund, grein, sem lyftist óðar aftur upp mót sól í fögrum lund, grein, sem vill ei hverjum hneigja heimskublæ sem tízkudrós, grein, sem teldi gróða að deyja, gæti hún tendrað meira ljós. Því skal enginn þurfa að kvíða, þó að vetur brýni raust, bjartar dúfur betri tíða boðin flytja endalaust.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.