Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 46

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 46
44 INDRIÐI ÞÓRKELSSON Á FJALLI STÍGANDI Hamast, rammi kyngikraftur, kveddu dauðan geisla og blæ, grafinn skal vor Eden aftur undan þínum gaddi' og snæ! Ég þykist þess fullviss, að ég hafi lært þessar vísur rétt eins og þær voru upphaflega. En þær eru nokkuð á annan veg í Bauga- brotum, mér finnst þær svalari þar, guðmóðurinn minni, en meira af þeirri rökvísi, er kemur með árum og reynslu. En með því að bera þær saman í upphaflegri mynd og þeirri, er síðar varð, verður það þó ef til vill ljósara en af öílu öðru, að sú Iind, er spratt fram í brjósti skáldsins, er það var ungt, hélzt landahrein fram á síðustu stund, þó að öðru hvoru syrfi að löndum og sýldi að steinum. Enn var trúin á betri tíma, trúin á lífið sem eilífa sókn og ástin á landinu, þó að það væri svellagrund, og til þess fólks, er þar lifði og stríddi, fersk og tær. J?að var sú trú og sú ást, er í heiðríkju hins síðasta dags lagði honum þessa kveðju á tungu: Ég bið að heilsa, heilsa öllum. Næst man ég eftir því, er ég fór með föður mínum og mörgu fólki að vorlagi á skemmtifund á Ytrafjalli. Ég minnist enn fram- anvatnanna, er ólguðu allt kringum túnið. Ég man eftir fjöri og kæti, er fólkið dró höpp og óhöpp á hlutaveltu, er haldin var í sambandi við fundinn. Ég man enn hljóminn í rödd Jóns blinda á Mýlaugsstöðum, mælskuna, orðavalið og hvernig öldungshöf- uð hans tinaði. Eg man eftir því, er Guðmundur á Sandi steig upp á vegg norður af bænum og talaði miklum rómi, ég man, að faðir minn las kvæði, er hann hafði lagt sig fram að laða við rödd vorsins, er vakið hafði framanvötnin. En lang minnisstæðast alls er mér, þegar Indriði á Fjalli las kvæði, er mér fannst þá vera mesta kvæði og snjallasta, er ég hafði heyrt. En svo hratt Ieið kvæðið hjá, að ég gat ekkert fest í minni nema þetta: Með raunir og baráttu, rústir og flög — þú sveit ert mér kær eins og barninu jól. Hvernig sem ég reyndi, gat ég ekki rifjað upp meira. Það var fyrst, er Baugabrot komu mér í hendur, að ég fann aftur þetta kvæði og þekkti og lærði þá litlu meira: Með raunir og baráttu, rústir og flög, með rangsnúin afguðs og menningar lög, með handvísar nætur og svipula sól, þú, sveit, ert mér kær eins og barninu jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.