Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 47

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 47
STÍGANDI INDRIÐI ÞÓRKELSSON Á FJALLI 45 Á grundum, í þvermó, á grjótinu hér eg gengið hef bernskunnar ilskó af mér. Og hérna í fyrstu þá ljósdís eg leit, er lagði mig ungan á brjóstin sín heit. Og allt það, sem mest hefir glatt mig og grætt, og grafið mig, hafið mig, skemmt mig og bætt, eg naut þess, eg þoldi það, þáði það hér, og því ertu, dalur, svo hjartfólginn mér. Með nýbýlin fornu og frá því í ár, með fársjúka drauma og heilbrigðar þrár, með sögunnar ímynd og svip þinn í dag, þú, sveit, ert mér þvílíkt sem hljómum er lag. Það er auðfundið, að þegar þessar vísur eru ortar, hefir höf- undur þeirra verið farinn að finna meira til erfiðleika þeirra, er lífinu fylgdu, en er hann kvað vísurnar, er ég hafði yfir áðan. En þó er undirspilið enn hið sama, trúin og ástin á því lífi, sem um- hverfis er og liann nýtur með sveitungum sínum, og það orkar jafnvel meira á okkur af því, að það hljómar svo skært þrátt fyrir allt, sama undirspilið og enn er í síðustu orðum hans: Ég bið að heilsa, heilsa öllum. Svo hleyp ég yfir margt og minnist þess, er ég kom í Ytrafjall fullorðinn maður. Ég átti erindi við manninn, sem bjó þar, bónd- ann á Ytrafjalli. Ég hitti hann þar, sem hann var að hlaða vörzlu- garð úr hraungrjóti. Ég veitti því mesta athygli, hve glaður og alúðlegur hann gekk að verki, hve hönd hans var hrjúf og hve miklar rúnir voru ristar í svip hans. Þetta allt, sem sýnist svo sundurleitt, rann í eina athugun og festist svo í minni, að löngu síðar varð það kveykurinn í þeirri einu vísu, er ég hefi ort og mér þykir sjálfum nokkurs um vert: Af iðju arms eða hugar frá árroði morguns og langt fram á kvöld þeirra, sem hjartað er heitast, er höndin gróf eða köld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.