Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 49

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 49
STIGANDI INDRIÐI ÞÓRKELSSON Á FJALLI 47 Ljóða geymir ljúflingsmál léttan hreim um dalinn, finn eg streyma og fylla sál fögnuð heimaalinn. Stundum höfðu þau hins vegar verið gerð til að gleðja ná- grannana, ættingja og sveitunga á gleðistundum eða hugga, þegar harmar skyggðu fyrir augu þeirrra. Þau voru ekki gerð af vilja til að vera skáld, heldur sem svar við því, sem ort var á höfund þeirra af þeirri sveit, sem hann unni, af því fólki, sem var umhverfis hann og honum þótti þrátt fyrir allt vænna um en grundirnar, þvermóana og grjótið, þar sem hann hafði gengið af sér ilskó bernskunnar. Þau voru öll runnin úr hinni sömu slagæð og síð- asta kveðjan hans: Ég bið að heilsa, heilsa öllum. Enn minnist ég þess, er ég kom í baðstofuna á Ytrafjalli og sá þar uppi á hillu allar mörgu skinnbækurnar þéttritaðar ættvísi þessa héraðs. Ég held, að ég hafi þá sem snöggvast leiðzt til þess að láta mér koma til hugar, að þarna væri falinn djúpstæðasti ástríðueldur bóndans á Ytrafjalli. En það, sem ég lifði og fann við hraungarðinn forðum, hjálpaði mér brátt til þess að skilja þetta á annan veg. Ég viðurkenni það að vísu, að ég hefi aldrei haft í hendi ættvísibækur Indriða á Fjalli á sama hátt og kvæði hans, og því g e t u r mér skjátlast í þessu efni. En ég þykist þess fullviss, að þó að ættfræðin hafi ef til vill átt nokkru dýpri ítök í honum en ljóðagerðin, þá hafi hún aldrei verið annað en tóm- stundaverk hans, og því aðeins varð það tómstundaverk hans svo mikið, sem raun varð á, að honum brann svo heitureldurí brjósti, að sá eldur hélt honum vakandi og starfandi miklu lengur á degi hverjum og fram á nótt en venjulegum mönnum. En þegar skyld- ur hans sem eiginmanns og heimilisföður, þegar starf hans sem bónda eða sem fulltrúa eða oddvita sveitunga hans kallaði, hygg ég, að það hafi jafnan setið fyrir ættvísinni og ekki fyrst og fremst sem skyldukvöð, heldur vegna þess, að ljúft var og eðlilegt að láta það sitja fyrir. Hvað var ættfræðin annað en viðbót við kynn- ingu, viðskipti og samstarf við lifandi menn í sveitinni og næstu sveitum, annað en sá hlýhugur, sú ást, er hann bar til þeirra og náði út fyrir það, er augað sá og eyrað heyrði sem persónuleik þeirra hérna megin grafar, og leit að upphafi þeirra til þess að sjá, hvert strauminn bar. Svo var ættvísin til þess að gera sveitina og héraðið stærra, rjúfa múrinn, sem skilur veraldir, svo að af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.