Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 50

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 50
48 INDRIÐI ÞÓRKELSSON Á FJALLI STÍGANDI sjónarhólnum í miðri sveitinni sá „vítt og vítt um veröld hverja". Vegna ættvísinnar, vegna þess sambands, sem hann hafði við menn þessarar sveitar og þessa héraðs út yfir gröf og dauða, var honum heldur ekki eins mikil í augum og okkur hinum flest- um — hvorki fyrir sig eða aðra — sú langferð, er hann hefir nú lagt í. Vegna þessa viðhorfs hans, vegna alls sem hann hafði af líf- inu notið og þrátt fyrir allt, sem lífið hafði við hann leikið, varð honum svo eðlilegt að láta verða síðast orða: Ég bið að heilsa, heilsa öllum. Þegar ég hefi mér til hugarhægðar lesið kvæði Indriða á Fjalli, hefir mér stundum fundizt til um það, að svo mikið skáld af guðs náð skyldi ekki leggja enn meiri rækt við íþrótt sína, enn meiri vilja í það að komast þar eins langt og hann hafði hæfileika til. í kvæðum hans er svo göfugur málmur, að mér hefir oft orðið það harmsefni, að þau eru baugabrot, eins og hann kallaði þau og dæmdi sjálfur. Þeir, sem kynnzt hafa ættvísi hans, hafa á sama hátt harmað það, að hann skyldi ekki leggja þar fram alúð sína alla. En við verðum að beygja okkur undir þau lögmál, að ekki verður bæði sleppt og haldið. Ef Indriði á Fjalli hefði lagt allan hug á að verða skáld, hefði hann vafalaust náð þar miklu lengra en hann náði. Ef hann hefði lagt allan hug á ættfræði, hefði hann lokið þar miklu meira starfi en Iiann hefir lokið. Og enn held ég, að mér væri óhætt að segja — og verður það að vera skýringar- laust að þessu sinni — ef hann hefði lagt allan hug á að verða sveitarhöfðingi og héraðshöfðingi, hefði hann getað náð þar miklu lengra og náð almennari hylli manna, meðan hann fór með völd, en hann hefir notið. Ég vil ekki dyljast þess, að það getur á vissan hátt takmarkað afrekin að eiga sér stólparót. En hvað af þessu, sem orðið hefði, hefði líf hans ekki orðið eins hamingju- samt, síðasta kveðjan eigi eins hlý, viðskilnaðurinn eigi eins létt- ur fyrir hann og þá, er næst honum standa; mitt í þrautum hans og harmi þeirra. Ég ætla að lokum að segja frá minningu, sem kemur Indriða á Fjalli ekkert við. Þegar ég var barn á Sandi, kom Jóhannes á Skál þangað eitt sinn og sagði þetta, sem mér varð minnisstætt: „Skítt með alla skynsemi, en gáfur eru gull". Þetta varð mér síðar ímynd þrár þjóðar minnar, í einangrun hennar og fátækt, eftir fjölbreytni, er hún gat helzt notið í þeim blæbrigðum hugarþels- ins, sem hún kallaði gáfur, sömu þrárinnar, er birtist í draumum hennar um það, sem er fjarlægt. Þessi þrá eftir því, sem er til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.