Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 53
STIGANDI HURÐ SKELLIR NÆRRI HÆLUM 51
þolgóður og óhvikull listamaður, sem enga listnautn fann í öðru
en því sanna og raunverulega. Hvar sem við komum og hvern
sem hann hitti, var hann síspyrjandi. Hann ritaði ótal athuga-
semda í vasabók sína. Loks tók hann ákvörðun. Hann hafði kom-
izt að því, að Malikula, önnur stærsta eyjan af Nýju-Hebrideseyj-
um, var umdeild eign Breta og Frakka. Þar hlaut því að vera lítið
um stjórn og aga. Væri mannkindin enn til í sinni frumstæðustu
og siðlausustu mynd, þá var það þar. Við nánari eftirgrennslan
kom í ljós, að sumir hlutar Malikulu höfðu aldrei verið kannaðir
af hvítum mönnum, og orðrómur lá á, að þar væri mannát og
höfðasöfnun enn í siðvenju.
Við snerum aftur til Sidney, og þar leitaði Martin uppi skip-
stjóra á litlu skipi, sem leggja skyldi af stað innan fárra daga til
hinna norðlægari Nýju-Hebrideseyja. Við höfðum ekki fyrr stig-
ið þar á skipsfjöl og kunngert fyrirætlun okkar en andmælum
og viðvörunum rigndi yfir okkur. Skipstjórinn kom sjálfur til
okkar og hafði í liöndum eintak af „Hafnvísi um Kyrrahafseyjar".
„Hiustið þér á mig, ungi maður," sagði hann, ,,ég hefi enga
löngun til að hræða litlu konuna yðar, en hér stendur skýrum
stöfum í „Hafnvísinum", að íbúar Malikulu séu grimmur og
blóðþyrstur kynflokkur, að þeir séu sviksamir og það sé vitað mál,
að mannát sé þar enn um hönd haft!"
Martin brosti. Mánuðum saman hafði hann ekki verið jafn
hamingjusamur.
„Ég hefi talsvert umgengist villimenn," sagði hann, „og við
munum ekkert þurfa að óttast, ef við höfum gnægðir tóbaks og
annars varnings, sem þeim fellur."
Þeldökkur maður, sem smala skyldi nýliðum meðal blökku-
manna, þrekinn, öróttur og óheflaður náungi — mig grunaði, að
eitthvað af svertingjablóði rynni í æðum hans — greip fram í
samtal okkar.
„Skipstjórinn hefir rétt fyrir sér, herra," sagði liann við Martin.
„Þótt mér væru boðin þúsund sterlingspund, mundi ég ekki vilja
fara þangað, a. m. k. ekki án verndar fallbyssubáts."
„Ég er smeykur um, að enginn fallbyssubátur verði í fylgd með
okkur," sagði Martin brosleitur.
„Ef þér leggið út í þetta, munuð þér komast að raun um, að
hér er ekkert spaug á ferðum," sagði skipstjórinn þungbrýnn.
„En hví skyldu íbúarnir gera okkur mein?" skaut ég inn í.
„Maðurinn minn ætlar einungis að mynda þá,"
4*