Stígandi - 01.01.1944, Síða 54

Stígandi - 01.01.1944, Síða 54
52 HURÐ SKELLIR NÆRRI HÆLUM STÍGANDI „Mynda þá!“ sagði skipstjórinn hryssingslega. „Þegar þér hafið komizt nógu nærri þeim til þess, getið þér kvatt hvort annað síð- ustu kveðjum!“ Hann drakk svolgrandi úr drykkjarkeri og hélt svo áfram: „Myndir af þessum mannætum! Eg skal segja yður, að þessi lýður er viðbjóðslega ljótur eins og sjálf afkvæmi myrkra- höfðingjans. Og þeir eru sjálfir djöflar í mannsmynd, villtir, grimmir, morðfúsir, svartir djöflar!" Hann talaði með þrumu- raust. ,,Og ég læt yður vita, að ég legg ekki lykkju á leið mína til að skjóta yður á land í Malikulu, skiljið þér það? Ekki með konu í eftirdragi. Það væri morð, konumorð, og ég vil ekki eiga sök á því!“ Mér var um megn að líta til Martins, því að það var ég, fylgd mín, sem hamlaði gegn öllum fyrirætlunum hans. Malikula vár þegar komin í sjónmál. Eyin var um 75 enskar mílur á lengd, að því er þeldökki nýliðasmalinn sagði okkur, líkust stundaglasi að lögun og um þrjátíu mílur á breidd um breiðasta hlutann. „Það eru um 40 þúsund íbúar á eynni," hélt liann áfram, „og knáir karlar, sérstaklega meðal Stóra-Flokks, en svo mjög sem ég þarf á nýliðum að halda, mun ég seinast leita þangað." Fjörutíu þúsund villimenn á einni ey! Eg var alveg hissa. Áhugi Martins óx. „Harðgerðir menn, segið Jréi. Stóri-Flokkur?“ „Öflugasti kynþátturinn á eynni, og þeir hafa höfðingja yfir sér, sem Nagapate heitir, reglulegur eyjarskelfir." Martin spurði svertingjasmalann margra fleiri spurninga og komst að því, að Stóri-Flokkur dró nafn af því, að menn þeirrar ættkvíslar báru stórar mittisskýlur úr trjátrefjum. Þeir réðu yfir meginhluta norðurenda eyjarinnar. Hins vegar leyfðist ættkvísl, sem kölluð var Litli-Flokkur, að búa á litlum hluta norðurend- ans. Þeir báru minni mittisskýlur, stundum skýldu Jreir nekt sinni aðeins með laufblöðum . Eg gat séð á augnaráði því, er Martin renndi til Malikulu, að hann leitaði sér ráðs að komast þangað. Nú kom í Ijós smærri ey skammt frá Malikulu, og Martin spurði undir eins um hana. „Þetta er Vaoeyin," sagði nýliðasmalinn. „Hún er um hálf önn- ur míla á breidd og þar búa um fjögur hundruð villimenn“. Hann Jragnaði og leit á mig. Mér stóðu tár í augum. „Heyrið þér,“ sagði hann, „ég hygg, að Vao sé tilvalinn staður fyrir yður og konu yðar. Þér getið varla náð fleirum í einu á mynd með vélinni yðar en þessum fjögur hundruð villimönnum, og þótt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.