Stígandi - 01.01.1944, Page 56

Stígandi - 01.01.1944, Page 56
54 HURÐ SKELLIR NÆRRI HÆLUM STÍGANDI að eríitt var að hngsa sér, að það væru í raun og veru andlit.á mannlegum verum. „Hvað er það, sem þeir bera í nefinu?“ heyrði ég sjálfa mig spyrja í skjálfandi hvískurrómi. ,,Hvað er }rað?“ ,,Bein,“ svaraði faðir Prin, „mannabein." Martin dró mig frá glugganum. „Ég veit ekki, góða, hvað segja skal,“ sagði liann, „en ég er smeykur um, að ég geti ekki hætt á að láta þig fara með til Malikulu. Þú ert örugg hér hjá föður Prin. Vertu eftir, Osa, mín vegna.“ Ég varð skyndilega uppi, og allur ótti var horfinn mér. „Ef þú ferð, fer ég með þér, Martin Johnson. Þess vegna hefi ég ferðast hingað með þér, og þannig á það að vera — alla leiðina. Alla leiðina!" endurtók ég. Þegar presturinn sá, að mér yrði ekki um þokað, gaf hann okk- ur öll þau hollráð, er hann gat, og rétti okkur hjálparhönd eftir mætti. Okkur var fenginn til umráða 28 feta langur hvalveiði- bátur, og fimm áreiðanlega Vaopilta réðum við sem bátshöfn. Fyrir sólris næsta morgun höfðunr við komið mvndavélum okkar um borð, filmum og vöruföngum. Svo undum við upp segl og stefndum til Malikulu, en í fjörunni stóð faðir Prin og blessaði för okkar. Samkvænrt ráðunr prestsins tókunr við fyrst land í snráþorpi Vaomegin í Malikulu. Þar lröfðu eyjarskeggjar, sökum legu þorps þeirra, lært að virða brezka fallbyssubáta og þekkja öflugra vald en sitt eigið. Þar fengum við þrjá menn til viðbótar bátslröfn okk- ar. Þessir nrenn, senr sjálfir voru Malikulubúar, mundu verða okkur að liði, lrugði faðir Prin, við að ná sanrbandi við aðra eyj- arskeggja. Síðan héldum við til Tanenraruflóa, er skarst inn í um- ráðasvæði Stóra-Flokks. Ferðin fram með klettóttri ströndinni gaf okkur engin sérstök fyrirheit unr uppfyllingu óska okkar. Við sáum að vísu eyjar- skeggjum bregða fyrir, en þeir hurfu jafnskjótt og við nálguð- umst þá. Þessi augljósa fælni sefaði ótta okkar, og er við náðum botni Tanemaruflóans — glitrandi gulri sandfjöru fram undan þykku kjarri — stigum við örugg í land, enda hvergi mann að sjá. „Hvernig lízt þér á, Osa?“ spurði Martin. Augu lrans loguðu af eftirvænting. „Ég veit ekki — sennilega ekkert athugavert," svaraði ég efins hugar. Svo bætti ég við í fyndniskyni: „En mig minnir, að ein- hver talaði um 40 þús. villimenn í Malikulu."

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.