Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 57

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 57
STÍGANDI HURÐ SKELLIR NÆRRI HÆLUM 55 „Vertu ekki vonsvikin strax, það er gnægð þeirra falin í skóg- inum þarna.“ Hann gaf fylgdarmönnum sínum í skyn með bendingum, að þeir skyldu bera vörurnar upp úr bátnum. Sjálfur gætti hann kvikmyndavélar sinnar og bar í land. „Hér virðist liggja stígur inn í skóginn," sagði ég. Svo snar- stanzaði ég og rak upp hálfkæft óp. Villimaður einn hafði gengið fram úr skóginum. Menn okkar hörfuðu samstundis niður að bátnum, og höfðu ástæðu til. Þessi náungi var viðurstyggilegri en nokkurt kvikindi, sem ég hafði áður séð. Hann var biksvartur og ótrúlega óþverralegur. Fitu- kámugt hárið og sítt; ullarkennt skeggið virtist klakstöð alls kyns kvikfénaðar. Skrautfesti úr svínstönnum hékk um háls honum, í gegnum miðsnesið var stungið allstóru beini og hann var allsnakinn utan víðrar mittisskýlu, sem hann bar úr viðartrefjum. Þegar hann kom nær, sá ég, að andlit hans var alsett djúpum rákum og mjög afskræmt. Mér datt í hug viðbjóðsleg gríma, sem ég hafði séð á leiksýningu í New York. Ég færði mig nær Martin. Surtur var kverkmæltur og talaði beche-de-mer*) sem var enskuskotið mér til mestu furðu. „Sannleikur, herra, minn magi mig bannar mikið ganga.“ Hann tók báðum höndum um maga sér. Ég leit vantrúuð á Martin. Allir höfðu fullvissað okkur um, að eyjarskeggjar í Malikulu byggju öllum aðkomugestum skjótan dauða, en nú hittum við fyrir aðeins blökkumann einn, kvein- andi af kveisu! Við skellihlógum — sennilega að nokkru leyti af huglétti. — Svo tók ég upp úr ferðamal okkar nokkrar niðurhreinsandi töfl- ur. Martin skýrði því næst vandlega fyrir hinum undrandi villi- manni, að hailn skyldi taka helming þeirra inn, er sól risi, en hinn hlutann um sólarlag. Surtur hlustaði með augljósri eftirtekt á fyrirmælin til loka, en lauk svo upp útötuðum munni sínum og gleypti allar töflurnar í einu! Meðan á þessu stóð, höfðu fleiri villimenn tínzt hljóðlega fram úr skóginum — urn tíu talsins — allir jafn viðurstyggilegir og sá fyrsti með kveisuna, og allir jafn-óskaðlegir að sjá. Martin setti umsvifalaust upp myndavél sína, — sem þeir létu sig engu varða ') Málblendingur, talaður um Kyrrahafseyjar, einkanlega í hafnarbæjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.