Stígandi - 01.01.1944, Page 58

Stígandi - 01.01.1944, Page 58
56 HURÐ SKELLIR NÆRRI HÆLUM STIGANDI eftir fljótlega athugun — og tók myndir á um 150 feta langa filrnu. Ég sá, að hann reiknaði allt nákvæmlega. Villimennirnir þvöðruðu sífellt á hrognamáli, sem mér var óskiljanlegt. Burðarmenn okkar tóku að ókyrrast og hopa niður að bátnum. Martin skildi ögn í beche-de-mer og sagði mér, hvað um væri að ræða. Engin óvenjuleg svipbrigði voru á honum að sjá. „Þeir segja, að höfðingi þeirra sé inni í skóginum. Hann hafi séð til báts okkar, er við sigldum inn flóann —“ „Þú átt við — mikli höfðinginn — höfðingi Stóra-Flokks, Nag Martin stöðvaði mig nteð snöggri handhreyfingu. „Láttu ekki heyrast nafn Iians.“ varaði liann mig við. „Láztu vera heyrnar- laus.“ „En ef við næðum mynd af honum! Ó, Martin, ef við gætum!" „Það eitt væri virði allrar fyrirhafnar ferðarinnar.“ Ég sá, hve hann brann í skinninu eftir að hlaupa inn í skóginn með vélina sína, en óttinn um mig aftraði honum. „Ég fer með nokkuð af varningi með mér og geng á undan,“ sagði ég eins liirðuleysislega og ég gat. „Ég óttast ekki þessa öld- unga og magaverki þeirra." Ég tók að safna í fangið tóbaki og bómullarbútum. „Hér höfum við agnið.“ Ég hélt í áttina til stígsins. „Bíddu, Osa! Ég get ekki hætt á þetta. Ekki í fylgd með þér. Ég fer hingað á morgun." „Ég hélt áfram. „Nú, jæja þá, bíddu,“ hrópaði hann á eftir mér. „Ég ætla að fá einhvern þessara náunga til að vísa okkur veginn." Loks var öllu skipað, og við lögðum af stað inn í frumskóginn með einn hinna innfæddu að leiðsögumanni og þrjá af bátshöfn okkar undir böggum, sem í voru filmur, vélastólar, myndavélar og verzlunarvara. Ég var sem blinduð eftir glitrandi birtu strandarinnar og hras- aði sífellt á dimmum stígnum, sem var hættulegur umferðar sök- um safamikilla og skreipra skriðplantna, sem leyndust í leðju- bornum stígnum. Hinar höfgu gufur fenskógamýrarinnar gerðu okkur þungt yfir höfði, og rotnunarþefurinn var kæfandi. Allt í einu varð leiðin í fangið. Skyndilega komum við aftur fram í steikjandi sólskinið, og nú lá leiðin upp bratta hlíð, gróna runn- um og reyrtegundum. Þarna klöngruðumst við upp að okkur

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.