Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 59

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 59
STIGANDI HURÐ SKELLIR NÆRRI HÆLUM 57 virtist stundum saman. Blóðið hamraði í höfði mér og andar- drátturinn skar í brjóst mér eins og hnífur. Svitinn bogaði af mér. „Þungfær leið að tarna, Osa," sagði Martin oftar en einu sinni. Hann var rétt á eftir mér og ég heyrði þungan andardrátt hans. Ég kinkaði kolli, en svaraði engu orði, vissi ekki, hvemig rödd- in yrði. Allt í einu komum við á rutt svæði, eins konar sléttu, og þar staðnæmdist leiðsögumaður okkar eins og hann biði einhvers. Ég leit í kringum mig. Við hljótum að hafa verið komin a. m. k. þúsund fet yfir sjávarmál. Langt niður frá eygði ég gulan fjöru- sandinn og litla hvalveiðibátinn okkar, sem virtist aðeins örlítill depill í fjöruborðinu. Handan lægðar einnar á sléttunni stigu grannar reykjarsúlur til lofts. Martin gekk nær mér og tók höndum um mig. „Þér er ekki fisjað saman," sagði hann, „þetta var ljóta gang- an." Ég gat engu svarað. Ég var svo upp með mér. Martin horfði í sömu átt og ég. ,,Ætli þeir séu að elda óvini sína þarna?" sagði hann spaugandi. Þá heyrðum við allt í einu þrusk að baki okkur, og snérum okk- ur við. Hópur villimanna hafði læðzt að baki okkur, og báru all- ir byssur. Svipur Martins varð harður og hvass. „Láttu þá engin hræðslumerki sjá, Osa," sagði hann lágt, en einbeitt. Skildu varninginn eftir, en hörfaðu með hægð niður stíginn. Ég ætla að draga athygli þeirra að myndavélinni, það mun gefa þér gott tóm." Ég ætlaði að fylgja ráði hans, en leiðin var lokuð. Nú voru varla innan hundrað villimanna í rjóðrinu. Innan úr skógar- þykkninu bárust lágar, ógnandi drunur boo-boosanna. Ég leit á burðarmenn okkar. Þeir höfðu lotið niður til að taka upp byrðar sínar og stóðu þannig lamaðir af skelfingu. Það heyrðist hvorki hreyfing né hljóð andartak. Svo skauzt stærðar páfagaukur þvert yfir rjóðrið, hás, hávær, litskrúðugur oflátungur. Þá varð öllum litið í sömu áttina. í skógarjaðrinum birtist mannvera svo ægi-mikilfengleg, að undrum sætti. Andlit hennar eins og hinna villimannanna var umkringt fitukámugu hári og skeggi, beini var stungið gegnum nefbrjóskið, hún bar stóra mitt- isskýlu úr viðartrefjum, en framgangan öll var frábrugðin hinna. Það var framganga manns, sem veit um vald sitt. Það var voldug- leiki í hæð hans, í vöðvum hans, sem drógust saman og léku til undir glansandi svartri húð hans, í breiðum herðum hans, í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.