Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 60

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 60
58 HURÐ SKELLIR NÆRRI HÆLUM STIGANDI munnsvip hans. Tvær undra djúpar hrukkur lágu milli brúna hans, og úr augum hans mátti lesa greind, sterkan vilja og slægð. Hér var höfðingi að líkamlegum og andlegum yfirburðum. Þetta hlaut að vera Nagapate. Hann starði á okkur íhugull og færði sig hægt í áttina til okk- ar. Menn hans hörfuðu ögn undan, er hann nálgaðist. Mér til undrunar heyrði ég malið í myndavélinni, er sveifinni var snúið. Martin var að mynda komu höfðingjans. „Mundu, góða," rödd hans var lág og róleg, „sýndu engin hræðslumerki — brostu — bjóddu varninginn." Ég þvingaði einhvers konar grettu á andlit mér, sem ég vonaði, að líktist vingjarnlegu brosi. Nagapate kom rakleiðis til mín — nú var hann aðeins í þriggja feta fjarlægð. „Góðan dag, herra Nagapate," sagði ég og rétti honum tóbak. Hann leit varla á það. „Reyndu bómullarefnið," sagði Martin. „Haltu svona áfram, góða, þú stendur þig prýðilega. Ef við vinnum hug höfðingjans, er allt unnið. Hinir fara að dæmi hans." „Já, ég veit," sagði ég. „Ég skal reyna, ég skal gera allt, sem ég get." Ég sá fjóra hringi á hendi Nagapates. Eitt var innsiglishringur með greinilegu einkennismerki. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Skyldi hann draga hringana af höndum fórnarlamba sinna áður eða eftir að hann matbjó þau? „Sýndu honum rauðan bómullardúk," sagði Martin hughreyst- andi, og mér fannst hljómur raddar hans það eina vitræna eftir í vitskertu umhverfi. „Þetta er mjög snotur dúkur," sagði ég hátt og skýrt, og hélt litsterkum bómullarbúti upp fyrir augum Nagapates. „Mjög fallegur litur. Hann mundi klæða yður mjög vel. Prýðilegt í skyrtu." Nagapate seildist fram, en í stað bómullardúksins greip hann um handlegg mér. Stór hönd hans var líkust þurru leðri við- komu. Róleg rödd Martins barst gegnum skelfingarmartröð huga míns: „Ekki hrædd, Osa. Hann er bara forvitinn, það er allt og sumt." Forvitinn! Auðsjáanlega undraðist Surtur kóngur ljósleika húðar minnar. Hann gaf frá sér óskiljanleg kverkhljóð og reyndi um leið að núa þennan lit af með fingrum sínum. Þegar það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.