Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 63
STIGANDI HURÐ SKELLIR NÆRRI HÆLUM 61
rjóðrinu höfðu einnig veitt burtför varðbátsins athygli, og ef-
laust voru drunur boo-boosanna merki þess, að við skyldum grip-
in aftur.
Hvorugt okkar sagði orð. Þéttur frumskógur lá enn á milli
okkar og strandar. Við þutum áfram. Vaxandi hraði og þungi í
drunum boo-boosanna rak okkur á æðiferð eftir skreipum, laun-
hættulegum stígnum. Greinar rifu klæði okkar og hörund, en
við urðum þess ekki vör, ekkert fékk stöðvað okkur. Utan skelf-
ingar minnar varð ég aðeins eins vör: kveljandi, illþolandi þorsta.
Allt í einu skall ég um í for og slepju fens eins, en verra var þó,
að við höfðum misst af stígnum. Martin þreif mig upp og vafði
mig að sér, foruga eins og ég stóð.
Bylta mín hefir sennilega orðið okkur til bjargar. í stað þess að
æða lengra afleiðis í skelfingu okkar, staðnæmdumst við nú and-
artak, lituðumst um og komum auga á stíginn skammt frá okkur.
Við þutum inn á hann, og nú hljójD ég fyrir, því að sjón mín var
skarpari en Martins.
Við ógnandi drunur boo-boosanna bættust nú öskur og köll
villimannanna. Þeir hafa varla verið meir en mílufjórðung að
baki okkur. Hvorugt okkar mælti orð frá vörum. við aðeins hlup-
um eins og orkan leyfði, og greinar og þyrnar rifu í okkur eins og
óvinahendur. Loksins varð skógurinn gisnari. Nokkur skref enn,
og við stóðum á ströndinni. Villimennirnir voru svo nærri, að við
heyrðum greinilega, hvernig þung, rennvot laufblöðin slógust í
nakið hold þeirra.
Skellibjart sólskinið blindaði okkur nær því eftir rökkur frum-
skógarins, og leirborinn sandurinn loddi við fætur okkar. Martin
greip um handlegg mér. Ég fann, að hönd hans skalf. Svo hlupu
burðarmennirnir okkur til hjálpar. Brátthöfðumviðrakan, þéttan
fjörusand undir fótum, svo stóðum við í grunnu vatni og því næst
vorum við dregin yfir borðstokk hvalveiðabátsins af Vaomönnum
okkar. Ég hóf upp höfuðið og leit í land. Menn Nagapates voru
einmitt að hlaupa fram úr skóginum. Ég hneig niður í bátinn.
Ég var svo máttfarin, að ég gat varla drukkið vatnið, sem einn
Vaobúinn bar að vörum mér. £g veit ekki, hve lengi við Martin
lágum þarna, en er við lyftum höfði á ný, vorum við komin út úr
flóanum. Það var nótt.
Það er svo önnur saga, að við urðum að tefla við æðistorm á
heimleiðinni. En þegar fyrstu svölu steypiskúrirnar skullu yfir,
hóf ég andlit og hendur móti þeim og lét regnið þvo af mér