Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 67
STIGANDI HEFÐI EKKI • • • 65
Þetta var í síðasta sinn, sem nafn Jóhanns Kovacs hljómaði af
vörum manna.
Tíunda dag nóvembermánaðar 1899 var kona, sem þjáðist a£
hjartasjúkdómi, flutt frá tóbaksverksmiðju í Búdapest á Sankti
Jóhannesar sjúkrahúsið þar í bænum. Hún var flutt upp á sjúkra-
stofu númer 3 á annarri hæð.
Þar lá hún í rúmi sínu, stillt en hrædd. Hún vissi, að ekkert
var framundan nema dauðinn.
Það var dimmt í sjúkrastofunni. Daufa birtu lagði um her-
bergið frá litlum, bláum olíulampa.
Augun störðu út í hálfrökkrið, en hugurinn hvarflaði til lið-
inna ævidaga.
Hún mundi eftir sumarkvöldi uppi í sveit og blíðeygðum pilti,
sem leiddi hana við hönd sér yfir ilmandi engi. Það kvöld leiddi
hinn ungi sveinn hana inn í ókunna ævintýraheima ástarinnar.
Þessi ungi maður var Jóhann Kovacs. Andlit hans, rödd og
augnatillit hafði nú birzt aftur í síðasta sinn.
En í þetta skipti var nafn hans ekki nefnt. Það var aðeins í
huga hinnar deyjandi konu, sem honum brá fyrir í nokkur augna-
blik.
Næsta ár eyddi eldur prestssetri Kalvínstrúarmanna og hinum
rykföllnu kirkjubókum, þar sem fæðing og dánardægur Jóhanns
Kovacs var skráð.
I janúarmánuði 1901 gengu miklir kuldar.
í rökkrinu eitt kvöldið klifraði flóttalegur maður, klæddur í
tötra yfir girðinguna utan um kirkjugarðinn í þorpinu.
Hann stal tveimur trékrossum til að hafa þá í eldinn.
Annar krossinn var af leiði Jóhanns Kovacs.
Aftur liðu tveir áratugir.
Árið 1920 sat ungur lögfræðingur í Kecskemet við skrifborð
sitt og samdi skrá yfir eftirlátnar eignir föður síns.
Hann dró fram allar skrifborðsskúffurnar og rannsakaði vand-
lega hvern einasta pappírsmiða.
Á einum þeirra stóð skrifað: „Fyrir fágun á 2 stólum, 4 flór-
ínur 60 kracíur. Greitt. Jóhann Kovacs."
Lögfræðingurinn leit sem snöggvast á miðann, vöðlaði honum
saman og henti honum í pappírskörfuna.
Næsta dag tók vinnukonan pappírskörfuna og hellti úr henni
út á öskuhaug í portinu.
Þremur dögum seinna kom rigning.
5