Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 69

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 69
STIGANDI MARK TWAIN: RAÐSTOFUN FJARSJOÐSINS Ur „Liíe on the Missisippi" [Sögumaður hefir nýlokið að segja tveimur vinum sínum frá fjársjóði einum, er maður nokkur á banasanginni hefir falið honum að leita uppi í horginni Napo- leon við Missisippi og koma í hendur skósmiði einum, barnmörgum ekkjumanni í Mannheim í Þýzkalandi. — Þýð.] „Þessi var frásögn Ritters," sagði ég við vini mína tvo. Það ríkti æðistund djúp, áhrifamikil þögn. Svo var eins og stífla brysti, og reglulegt gos upphrópana og aðdáunarorða um þessa kynlegu frásögn stóð af vörum vina minna, og þessu héldu þeir áfram auk geysilegrar spurningaskothríðar, unz þeir voru beinlínis orðnir lafmóðir. Þá létu þeir undan síga í skjóli tvístringsskota inn í lönd þagnar og regind]úprar íhygli. Um stund ríkti á ný dauða- þögn. Svo sagði Rogers dreymandi: „Tíu þúsund dollarar!" Og bætti svo við eftir andartak: „Tíu þúsund, það er geysifé." Og skáldið spurði: „Ætlar þú að senda honum þetta allt og í einu lagi?" „Já, sagði ég. „Þetta er kynlega spurt." Þögn. Eftir æðistund spurði Rogers hikandi: „Allt saman? Það — ég á við —" „Vissulega, allt saman." Ég ætlaði að segja meira, en þagnaði — mér datt nokkuð nýtt í hug. Thompson sagði eitthvað, en ég var annars hugar, svo að ég nam ekki orðin. En ég heyrði Rogers svara: „Einmitt, það er það, sem mér finnst. Það ætti að vera alveg nægilegt, því að ekki sé ég, að hann hafi aflað fjárins." Og skáldið sagði: „Þegar þú segir það, þá sé ég raunar, að það er meira en nægi- legt. Sjáðu bara til — fimm þúsund dollarar! Hann gæti ekki eytt þeim, þó að hann ætti alla ævina fyrir sér. Og svo yrði honum þetta bara til óþurftar; mundi kannske eyðileggja hann alveg — hugsaðu um það. Hann mundi kasta allri fyrirhyggju fyrir borð, 5*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.