Stígandi - 01.01.1944, Page 69

Stígandi - 01.01.1944, Page 69
STÍGANDI MARK TWAIN: RÁÐSTÖFUN FJÁRSJÓÐSINS Ur „Life on the Missisippi" [Sögumaður hefir nýlokið að segja tveimur vinum sínum frá fjársjóði einum, er maðtir nokkur á banasanginni hefir falið honum að leita uppi í borginni Napo- leon við Missisippi og koma í hendur skósmiði einum, barnmörgum ekkjumanni í Mannheim í Þýzkalandi. — Þýð.] „Þessi var frásögn Ritters," sagði ég við vini mína tvo. Það ríkti æðistund djúp, áhrifamikil þögn. Svo var eins og stífla brysti, og reglulegt gos upphrópana og aðdáunarorða um þessa kynlegu frásögn stóð af vörum vina minna, og þessu héldu þeir áfram auk geysilegrar spurningaskothríðar, unz þeir voru beinlínis orðnir lafmóðir. Þá létu þeir undan síga í skjóli tvístringsskota inn í lönd þagnar og regindjúprar íhygli. Um stund ríkti á ný dattða- þögn. Svo sagði Rogers dreymandi: „Tíu þúsund dollarar!" Og bætti svo við eftir andartak: „Tíu þúsund, það er geysifé." Og skáldið spurði: „Ætlar þú að senda honum þetta allt og í einu lagi?‘‘ „Já, sagði ég. „Þetta er kynlega spurt.“ Þögn. Eftir æðistund spurði Rogers hikandi: „Allt saman? Það — ég á við —“ „Vissulega, allt saman.“ Ég ætlaði að segja meira, en þagnaði — mér datt nokkuð nýtt í hug. Thompson sagði eitthvað, en ég var annars hugar, svo að ég nam ekki orðin. En ég heyrði Rogers svara: „Einmitt, það er það, sem mér finnst. Það ætti að vera alveg nægilegt, því að ekki sé ég, að hann iiafi aflað fjárins." Og skáldið sagði: „Þegar þú segir það, þá sé ég raunar, að það er meira en nægi- legt. Sjáðu bara til — fimm þúsund dollarar! Hann gæti ekki eytt þeim, þó að hann ætti alla ævina fyrir sér. Og svo yrði honum þetta bara til óþurftar; mundi kannske eyðileggja hann alveg — hugsaðu um það. Hann mundi kasta allri fyrirhyggju fyrir borð, 5*

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.