Stígandi - 01.01.1944, Page 71

Stígandi - 01.01.1944, Page 71
STIGANDI RÁÐSTÖFUN FJÁRSJÓÐSINS 69 hagkvæmasta vináttubragðið. Við gætum vissulega gert hitt og annað, sem gengi í augu heimsins, en ekkert, sem skósmiðnum kæmi betur, verið vissir um það.“ Er við höfðum rætt þetta ýtarlega aftur og fram, varð okkur ljóst, að okkur féll þó ekki fullkomlega þessi afgreiðsla málsins. Okkur fannst, að við yrðum að senda vesalings skósmiðnum eitt- hvað. Og er við höfðum íhugað þetta viðhorf og rætt saman gaum- gæfilega, ákváðum við loks að senda honum einhverja fallega litmynd. Jæja, þegar allt virtist farsællega á enda kljáð og öllum að skapi, komu nýir erfiðleikar í ljós. Það fór sem sé að skína í það hjá vinum mínum, að þeir væntu sér jafns hlutar við mig af fjár- sjóðnum. En það var ekki hugmynd mín. Ég sagði, að þeir mættu þakka fyrir, ef þeir fengju helminginn að deila með sér. Rogers sagði: „Hver okkar hefði yfirleitt hlotið eyrisvirði af öllum fjársjóðnum, hefði ég ekki verið til staðar? Ég talaði fyrstur utan að því, annars hefði allt runnið til skósmiðsins.“ Thompson sagðist einmitt hafa verið að íhuga það sama, þegar Rogers hefði fyrst talað. Ég hreytti því að þeim, að mér hefði eflaust dottið það sama hjálparlaust í hug nægilega snemma. Ég væri kannske svifaseinn t hugsun, en rökviss væri ég. Okkur hitnaði svo í hamsi, að við hnakkrifumst, síðan flugumst við á og fengum allir fyrir ferðina. Þegar ég hafði lagfært á mér fjaðrirnar, gekk ég upp á efri þiljur í þungu skapi. Ég hitti þar Mc Cord skipstjóra og sagði eins viðmótsþýður og skap mitt framast leyfði: „Nú er ég kominn að kveðja, herra skipstjóri. Ég ætla í land í Napoleon.“ „í hvað?“ „í Napóleon." Skipstjórinn hló. En er hann sá, að mér var ekki hlátur í hug, hætti liann og sagði: „Er þér alvara?“ „Alvara? Auðvitað!" Skipstjórinn leit upp í hafnsögumannsklefann og sagði: „Hann ætlar í land í Napoleon!" „Napoleon}“ „Svo segir hann.“ „Sá hrækir hraustlega!"

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.