Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 71

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 71
STIGANDI RÁÐSTÖFUN FJÁRSJÓÐSINS 69 hagkvæmasta vináttubragðið. Við gætum vissulega gert hitt og annað, sem gengi í augu heimsins, en ekkert, sem skósmiðnum kæmi betur, verið vissir um það.“ Er við höfðum rætt þetta ýtarlega aftur og fram, varð okkur ljóst, að okkur féll þó ekki fullkomlega þessi afgreiðsla málsins. Okkur fannst, að við yrðum að senda vesalings skósmiðnum eitt- hvað. Og er við höfðum íhugað þetta viðhorf og rætt saman gaum- gæfilega, ákváðum við loks að senda honum einhverja fallega litmynd. Jæja, þegar allt virtist farsællega á enda kljáð og öllum að skapi, komu nýir erfiðleikar í ljós. Það fór sem sé að skína í það hjá vinum mínum, að þeir væntu sér jafns hlutar við mig af fjár- sjóðnum. En það var ekki hugmynd mín. Ég sagði, að þeir mættu þakka fyrir, ef þeir fengju helminginn að deila með sér. Rogers sagði: „Hver okkar hefði yfirleitt hlotið eyrisvirði af öllum fjársjóðnum, hefði ég ekki verið til staðar? Ég talaði fyrstur utan að því, annars hefði allt runnið til skósmiðsins.“ Thompson sagðist einmitt hafa verið að íhuga það sama, þegar Rogers hefði fyrst talað. Ég hreytti því að þeim, að mér hefði eflaust dottið það sama hjálparlaust í hug nægilega snemma. Ég væri kannske svifaseinn t hugsun, en rökviss væri ég. Okkur hitnaði svo í hamsi, að við hnakkrifumst, síðan flugumst við á og fengum allir fyrir ferðina. Þegar ég hafði lagfært á mér fjaðrirnar, gekk ég upp á efri þiljur í þungu skapi. Ég hitti þar Mc Cord skipstjóra og sagði eins viðmótsþýður og skap mitt framast leyfði: „Nú er ég kominn að kveðja, herra skipstjóri. Ég ætla í land í Napoleon.“ „í hvað?“ „í Napóleon." Skipstjórinn hló. En er hann sá, að mér var ekki hlátur í hug, hætti liann og sagði: „Er þér alvara?“ „Alvara? Auðvitað!" Skipstjórinn leit upp í hafnsögumannsklefann og sagði: „Hann ætlar í land í Napoleon!" „Napoleon}“ „Svo segir hann.“ „Sá hrækir hraustlega!"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.