Stígandi - 01.01.1944, Side 74

Stígandi - 01.01.1944, Side 74
72 LEYNDARDOMAR TILVERUNNAR STÍGANDI líkamlegar, vegna þess að mögulegt er að breyta þeim í fljótandi og föst efni. Eitt af aðaleinkennum rafork- unnar er, að hún virðist ekki háð þyngdarlögmálinu, en það heldur hinni þríhverfu veröld í fjötrum sínum. Þyngdarlögmálið er segulút- streymi frá miðpunkti jarðarinnar. Hver lifandi likami hefir sitt þyngd- arlögmál. Jörðin er á valdi sólar- innar vegna segulútstreymis henn- ar. Það er þyngdarlögmálið, sem takmarkar og ákveður hraða fastra, fljótandi og Ioftkenndra efna, allt eftir þyngd og þéttleika þeirra. Þessir hlutir eða efni, eru ánauðug, raforkan er frjáls. Hún getur farið næstum hvaða vegalengd sem er á augabragði. Hún smýgur í gegnum föst efni og hreyfist í hvaða átt sem er. Þessi geta hennar verður að tak- ast með í reikninginn. Við erum háð tilveru rúms og tima vegna þess, að við lifum í heimi hinnar þriðju stærðar, þar sem fastir hlutir eru hver öðrum nærstæðir. Hreyfing í einhverja átt verður því á eða yfir fleti þessara hluta, og fer hraðinn eftir þeirri getu, sem sá líkami, er hreyfist, ræður yfir. Þessi stirða málsgrein þýðir raunar það, að vegna þyngdar og orku viss hlutar, að viðbættu þyngdarlögmálinu, varir hreyfing hans um ákveðna lengd, sem nefnd er tími. Af þessum orsökum er jörð- in vissa lengd að fara kringum sól- ina. Þessa lengd köllum við ár. Rúm og tími er meira eða minna ákveðið magn í veröldu hinnar þriðju stærð- ar. En þegar hreyfiorka rafmagnsins er tekin með í reikninginn, kemur maigt nýtt og áður óþekkt fram. Heimurinn er gerður af tveimur hlutum, orku og efni. Raforka er nafn, sem gefið hefir verið vissum öflum, sem okkur eru orðin kunn. Vert er þó að taka fram. að heiti þetta er ekki notað hér i mjög þröngri merkingu. Orka og efni eru undir stöðugum áhrifum innhyrðis. Maðurinn er aðeins orka, sem hreyfir efni og flytur það til. Ekki er hægt að ákveða, hvar hið smágjörvasta efni þrýtur oghvarhin lægsta orka hefst, það er einnig vert að taka það fram, að hið sama á sér stað um jörðina og kemur í ljós við rannsókn þeirra efnateg- unda, sem hún er mynduð af. Krafturinn eða raforkan er alls staðar til staðar og á þrotlausri hreyfingu i alheiminum, í jörðu og í lofti. Um leið og maðurinn lærði að nota þessa orku, varð hann sjálf- stæðari gagnvart þyngdarlögmálinu, og um leið gagnvart tíma og rúmi. Til dæmis: Ef við símum til þeirra, er búa í Ástralíu, þá fá þeir skeytið frá okkur og svara því tuttugu og fjórum stundum fyrr — samkvæmt þeirra meðaltíma — og við höfum komizt að raun um, að við höfum yfirstigið einn sólarhring af tíma- lengd. Væri jörðin okkar helmingi stærri en hún er, en snerist um möndul sinn með sama hraða og hún gerir nú, og ef við símuðum til Austur- álfu, mundi ekki sá, er skeytið fengi, taka á móti því fjörutíu og átta klukkustundum fyrr — eftir Austur- álfu meðaltíma? Við hefðum yfir- stigið tvo sólarhringa og tvöfalda vegalengd. Væri jörðin ncegilega stór, mundum við yfirstíga tíma- lengd, er næmi heilu ári. Þegar Einstein setti fram kenn- ingu sína og sannaði á stærðfræði- legan hátt dæmi af þeirri tegund, sem hér hafa verið rædd, þá sann- aði hann, að tírni og rúm eru aðeins til í samræmi við þyngd og rúmtak einhvers líkama og þá fjarlægð, er sjónmál okkar nær yfir.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.