Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 75

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 75
STIGANDI LEYNDARDOMAR TILVERUNNAR 73 Maður, sem staddur er á jörðu niðri, gengur hér um bil hundrað og fimmtíu feta vegalengd á einni mín- útu. Ef hann gæti hafizt frá jörðu nokkrum sinnum þá vegalengd, — t. d. í loftbelg, — þá gæti hann litið niður yfir allstórt svæði og séð vel, hvað þar gerðist. Ef hann stigi svo hátt, að sjónmál hans yrði einn mílufjórðungur — eða sem svaraði vegalengd, er gengin yrði á fimmtán mínútum, og ef hann skildi við föru- naut sinn á jörðu niðri, sem ætlaði sér að ganga þessa vegalengd, þá er sá, er upp hefir stigið, kominn í að- stöðu til að sjá, hvað framundan göngumanninum liggur. Hann hefir komizt fram úr honum bæði í tíma og rúmi og hefir fengið aðstöðu til að segja fyrir um, hverju félagi hans mætir á göngu sinni. Hann hefir samt ekki yfirstigið tímann, því að hann hefir einmitt orðið að nota tíma til að stíga upp. En ef vér gerum ráð fyrir, að í staðinn fyrir að stíga upp í loftbelg eða einhverju flugtæki, þá haldi til- raunamaðurinn sér við jörðina, en sendi í sinn stað fjarsýnistæki upp í vissa hæð og þeim tækjum væri komið þannig fyrir í loftfari, að til- raunamaðurinn gæti, þaðan sem hann stæði á jörðu niðri, séð yfir veginn framundan, þá hefði hann á ofurlítinn hátt yfirstigið tíma og rúm, með því að notfæra sér fjórðu stærðar magn, sem við nefnum ýmist orku eða raforku. Við skulum minn- ast þess, að þriðja stærðin og þyngdarlögmálið eru óaðskiljanleg- ir hlutir. Eiginleikar þriðju stærðar eru ennfremur hreyfing og snúning- ur, og þessir eiginleikar hafa lagt grundvöll efnislegs lífs. Þyngdarlög- málið eða samloðunin, er einnig samrunnin snúningi og hreyfingi. En hreyfingar allra líkama eru gagnsnortnar af ýmiss konar geisl- um, sem virðast fara allra sinna ferða óhindraðir af þyngdarlögmál- inu. Margir þeirra hafa fundizt, ver- ið rannsakaðir, og gefin nöfn, en mikil mergð er órannsökuð op ófundin. Sumir þessara geisla eru afar víðfeðmir og koma til vor utan úr öðrum sólkerfum. Þeir hafa verið nefndir geimgeislar eða nánir félag- ar þess, er við nefndum raforku. Það er auðsætt, að geislar þessir hljóta að leika gegnum heila vora og líkami, og við höfum ríka ástæðu til að ætla, að muni og minni séu raforkuhlaðin. Vegna þessa eigin- leika er það, að hugur vor getur starfað sjálfstætt utan efnis líkam- ans, getur ferðast með sama hraða og raforkan og getur á hvaða tíma sem er gegnt sama hlutverki og f jar- sýnistækið í loftfarinu. Hann getur með öðrum orðum séð fram á veg- inn og spáð um það, sem koma muni. En hvernig það verður, mun ekki verða rakið hér. En í fram- haldi af athugunum okkar kemur berlega í ljós, að fjórða stærðin er heimur næmra efna og okkur ósýni- legur, og að hann liggur utan við landamæri þau, er lykja um fasta, fljótandi og loftkennda líkami, en þeir síðastnefndu dvelja eða hvíla í ljósvakanum. Um leið og orðið ljósvaki'er nefnt, er vert að minnast þess, að orð þetta er mjög misnotað. Sagt er, að ljósvakinn sé ósýnilegt efni, sem ljósið, hljóðið og orkuöldur berist í, og að það fylli allt rúm. Að svo miklu leyti sem hægt eraðræðaum þekkingu vora á þessu efni, þá mætti halda það efnislegt fyrirbrigði, að gizka á, að það sé næmra eða fínna en gas, en á því er vafi, hvort það skiptist í mismunandi næm stig. Nú- tíðar vísindamenn álíta, að til sé fleiri en einn ljósvaki. — Fjórða stærðin er talin hrærast og eiga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.