Stígandi - 01.01.1944, Page 77

Stígandi - 01.01.1944, Page 77
STIGANDI LEYNDARDOMAR TILVERUNNAR 75 um. En sá möguleiki, að maðurinn sé í upphafi gæddur þeim gáfum, sem svara til hinna vélrænu tækja, sem nú eru notuð við útsendingu orðs, hljóðs og mynda, það hefir honum sjálfum ekki skilizt. A síð- ustu tímum er hann þó farið að óra fyrir, að orka hugans kunni að hafa áhrif á efnið. En við því má búast, að þess verði ekki langt að bíða, að um sérstaka þróun verði að ræða í þá átt, því að sálarfræði og læknis- fræði nálgast nú hvor aðra meira og meira. Þá skulum við gera tilraun til að ráða þær rúnir, sem boðskapur hinnar fjórðu stærðar er ritaður með, en hann hljóðar um útgeislun og endurútgeislun, unz allir lífs- straumar hafa runnið saman og sameinast hver öðium, unz allir hlutir hafa orðið snortnir og ekkert orðið útundan. Fjórða stærðin sannar okkur, að því nær sem komizt verður orsök og uppsprettu hlutanna, því minni einangrun. Er þá ljóst, að einangr- unin leiðir ætíð lengra og lengra frá samstarfi og sambandi við virkileik- ann. Einangrunin er sprottin af tak- mörkunum okkar og óhæfni gagn- vart eðlisfræðilegum sveiflum. Hún flækir okkur í neti sínu og dregur okkur lengra og lengra á burtu frá einfaldri, en rökfastri hugsun. Hún virðist hafa verið nauðsynleg í bar- áttu mannsins um yfirráð efnis- heimsins, en verður honum fjötur um fót í næsta verkefni hans, sem er að sigrast á fjórðu stærðinni og skipuleggja líf sitt í samræmi við þau lögmál, er þar ráða. Þetta er hin mikla viðhorfsbreyting, sem er boðskapur fjórðu stærðarinnar: Frá- hvarf einangrunar, en endurheimt einingar og gagnstuðnings. Þetta er sá boðskapur, sem mannkynið verð- ur að festa sér í minni, og um leið að sigrast á rótgrónum hugsunum og venjum. Það verður að temja sér óhlutdrægni og þann kærleika, sem ekki gerir sér mannamun. Hvert leyndarmálið eftir annað hefir verið opinberað og fengið mönnunum til varðveizlu til þróun- ar hamingju sinni, og þessi leyndar- mól geymdi fjórða stærðin. Sími, hljóðvarp og sjónvarp, allt dásam- legar uppgötvanir, sem knýta þjóð- irnar fastari böndum með degi hverjum. Rannsókn útgeislunar og jafnvel hinir svonefndu geimgeislar, sem tengja stjörnu við stjörnu, allt bendir þetta til einingar alls lífs. En vegna þess að mönnunum hefir ekki skilizt þetta enn, halda þeir dauða- haldi í fornan hugsunarhátt, treysta veggi fangabúða sinna og halda í þjóðleg yfirráð, einstaklings trúar- brögð og flokksfylgi, berjast um þessa hluti til síðasta manns, í myrkri þröngsýnis og einangrunar. Heimur fjórðu stærðar hrópar til mannkynsins um frjálst líf, um erfðarétt lofts og jarðar, um kær- leika, einingu og skilning á öllum sviðum. Hann reynir að búa það undir þau miklu tímamót, sem fram- undan liggja, og samtímis nálgast hið komandi ríki hinnar fimmtu stærðar. (Framhald).

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.