Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 78

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 78
STIGANDI Steingrímur J. Þorsteinsson: Jón Thoroddsen og skóldsögur hans. Þetta er mjög vandvirknislega gerð rannsókn á því, hverjir eru kveykirnir í skáldsögum Jóns Thor- oddsens og hverjar hafi verið fyrir- myndir hans, bæði í þeim bók- menntum, er hann hafði aðgang að, og því mannlífi, sem var umhverfis hann. Bókin er líka á allan hátt þóknanlega rituð og mestur hluti hennar skemmtilegur lestur. — Skemmtilegastir eru þeir þættir hennar, þar sem það er tekið til rannsóknar, hveinig Jón hefir tekið samtíðarmenn sína og umskapað þá í þær persónur sagna sinna, sem minnisstæðastar eru lesendunum. Sumar af niðurstöðum Steingríms um þessi efni geta ef til vill orkað tvímælis, en litlar líkur eru þó til, að nær verði komizt um þetta hér eftir, og allar eru niðurstöðurnar byggðar á mjög vandlega gerðri könnun og allar ályktanir bæði var- lega og skynsamlega dregnar. Það veiður ljóst af þessari rannsókn Steingríms, að skáldsögur Jóns eru í heild sinni trúlega gerð þjóðlífs- lýsing frá þeim tíma, er höfundur þeirra var og hét, mjög lítið menguð áhrifum frá erlendum skáldskap, en að vísu dálítið öfgum slungin til þess að gera drættina skýrari. Rit þetta er höfundi sínum til sæmdar og Jón skáld Thoroddsen er líka mjög vel sæmdur af því. Jón Dúason: Landkönnun og landnám íslendinga í Vesturheimi, I, 1—8 og II. 1—5. Mér þykir rétt að vekja athygli manna á riti þessu, og það því frem- ur, að ég hefi fáa hitt, sem hafa les- ið það og hvergi séð þess getið í blöðum eða tímaritum, svo að ég muni. Gera má ráð fyrir, að menn lesi það síður af því, að það hefir komið út í fremur litlum heftum, 3 arka, og menn búizt við því, sem rétt er, að erfitt sé að lesa það sér til skemmtunar eða fróðleiks í smá bútum. Ég hefi líka þá sögu að segja, að ég hóf ekki lestur þess fyrr en ég hafði fengið það allt í hendur, sem nú er út komið. En sá lestur varð mér þá einhver mesti skemmtilestur um langt skeið. Þó fer því fjarri, að bókin sé að öllu leyti vel rituð. Bæði er að margt má að málfarinu á henni finna og sums staðar er efnisskipun talsvert ruglingsleg. En það, sem gerir bók- ina að skemmtilestri, er hvort tveggja í senn málfærslukapp höf- undarins og áhugi á því efni, sem hann hefir tekið til rannsóknar. Þessu hvoru tveggja má og þakka það, að bókin hefir orðið stórfróð- leg, og er ekki á öðrum stað hægt að finna jafnmikinn fróðleik um þenna ævintýralegasta þátt sögu þjóðar okkar. Þó að ég vilji gjarna eggja menn til að kaupa og Iesa þetta rit, vil ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.