Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 80

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 80
78 UM BÆKUR STIGANDI son á VeigastöSum og Lárus Bjarna- son, fyrrv. skólastjóri. Eins og upp- talningin sýnir eru þetta allt valin- kunnir menn í héruðum sínum og sumir löngu þjóðkunnir. Til annarra en þvílíkra hefir víst ekki verið leit- að um að rita þessar minningar, og má ýmislegt gott um það segja en ekki allt. — Þessum minningum fylgja þættir úr sögu skólans, ritað- ar af Ingimar Eydal. Allar eru þessar minningar læsi- legar og sumar eru ágætlega skemmtilegar. Líklegt má telja, að flestum þyki allra skemmtilegastar minningar Guðmundar á Sandi, kjarnyrtar og hvatskeytlegar. Þar eru allra skemmtilegastir palladóm- arnir um skólabræðurna, bæði eins og þeir komu honum fyrir sjónir í skólanum og eins og þeir koma hon- um nú fyrir sjónir að leiðarlokum. Tekst honum að gera hvort tveggja furðu skýrt í fáum orðum. Víða ber mjög á milli um það, sem honum sýndist líklegt að verða mundi um þá og það er varð. Svo segir hann um Einar á Eyrarlandi og Ingólf í Fjósatungu: „Það sannast löngum, að enginn veit, að hvaða gagni barn verður". Slíkt hið sama mun honum hafa runnið í hug, er hann leit yfir feril fleiri skólabræðra sinna, eftir því er honum segist frá um þá í skólanum og síðar í lífinu. Þarf eng- inn að væna Guðmund um það eft- ir lestur þessara palladóma, að hann sé að gera sig mikinn af því, að hann hafi séð fyrir, hvað úr félög- um hans í skólanum mundi verða. Hitt mætti lesandanum heldur finn- ast, að hann mundi ekki hafa lesið skólabræður sína eins réttilega ofan í kjölinn og hann hefir lesið þá hvatskeytlega og skýrlega í senn. Raunar er allra skemmtilegast að lesa Guðmund sjálfan ofan í kjöl- inn, meðan hann les þá gömlu félag- ana sína. Svo hefir hann frá gengið, að það getur ekki orðið öðruvísi en græskulaust við hann. Allar eru þessar minningargrein- ar hver fyrir sig meiri heimild um mennina sjálfa, er rita þær, en um skólann, sem þeir hafa verið í. Er þetta ekki sagt til þess að gera lítið úr greinunum, því að hér er um svo merka menn að ræða, að mikils er vert að fá glögga heimild um það frá sjálfum þeim, hvernig þeir líta skólagöngu sína á æskuárunum núna á gamals aldri og fá um leið svipleiftur af því, hvernig þeir líta á þroskaferil sinn. Þegar þessar minn- ingar koma allar saman, verður líka fengin af þeim allglögg mynd af skólanum, ef vandlega er lesið, vel borið saman, og á hverjum stað hæfilega frá dregið, það sem per- sónulegt er fyrir höfundinn. Einna mest er skólanum sjálfum þarna lýst í einni grein í minning- um Sigurðar á Arnarvatni, og er þó engin þessara minningargreina meir bundin við persónu höfundarins sjálfs. Annars er í öllum þessum minningum skólanum lýst að nokkru, og í öllum til samans svo að óvíst er að betur verði gert á annan hátt. Myndir eru þarna af staðnum Möðruvöllum, kennurum skólans, skólahátíðinni 1900, tveimur sveit- um nemenda í skólanum vorið 1890 og vorið 1901, og öllum höfundum minningargreinanna. Þórbergur Þórðarson: Viðf j arðarundrin. Þessa bók þarf að lesa á sérstak- an hátt til þess að hafa gaman af henni. En lykilinn að því, hvernig hægt er að gera hana að skemmti- lestri, má finna á tveimur stöðum í henni sjálfri. Á bls. 33 hefir höfund-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.