Stígandi - 01.01.1944, Side 80

Stígandi - 01.01.1944, Side 80
78 UM BÆKUR STÍGANDI son á Veigastöðum og Lárus Bjarna- son, fyrrv. skólastjóri. Eins og upp- talningin sýnir eru þetta allt valin- kunnir menn í héruðum sínum og sumir löngu þjóðkunnir. Til annarra en þvílíkra hefir víst ekki verið leit- að um að rita þessar minningar, og má ýmislegt gott um það segja en ekki allt. — Þessum minningum fylgja þættir úr sögu skólans, ritað- ar af Ingimar Eydal. Allar eru þessar minningar læsi- legar og sumar eru ágætlega skemmtilegar. Líklegt má telja, að flestum þyki allra skemmtilegastar minningar Guðmundar á Sandi, kjarnyrtar og hvatskeytlegar. Þar eru allra skemmtilegastir palladóm- arnir um skólabræðurna, bæði eins og þeir komu honum fyrir sjónir í skólanum og eins og þeir koma hon- um nú fyrir sjónir að leiðarlokum. Tekst honum að gera hvort tveggja furðu skýrt í fáum orðum. Víða ber mjög á milli um það, sem honum sýndist líklegt að verða mundi um þá og það er varð. Svo segir hann um Einar á Eyrarlandi og Ingólf í Fjósatungu: „Það sannast löngum, að enginn veit, að hvaða gagni barn verður". Slíkt hið sama mun honum hafa runnið í hug, er hann leit yfir feril fleiri skólabræðra sinna, eftir því er honum segist frá um þá í skólanum og síðar í lífinu. Þarf eng- inn að væna Guðmund um það eft- ir lestur þessara palladóma, að hann sé að gera sig mikinn af því, að hann hafi séð fyrir, hvað úr félög- um hans í skólanum mundi verða. Hitt mætti lesandanum heldur finn- ast, að hann mundi ekki hafa lesið skólabræður sína eins réttilega ofan í kjölinn og hann hefir lesið þá hvatskeytlega og skýrlega í senn. Raunar er allra skemmtilegast að lesa Guðmund sjálfan ofan í kjöl- inn, meðan hann les þá gömlu félag- ana sína. Svo hefir hann frá gengið, að það getur ekki orðið öðruvísi en græskulaust við hann. Allar eru þessar minningargrein- ar hver fyrir sig meiri heimild um mennina sjálfa, er rita þær, en um skólann, sem þeir hafa verið í. Er þetta ekki sagt til þess að gera lítið úr greinunum, því að hér er um svo merka menn að ræða, að mikils er vert að fá glögga heimild um það frá sjálfum þeim, hvernig þeir líta skólagöngu sína á æskuárunum núna á gamals aldri og fá um leið svipleiftur af því, hvernig þeir líta á þroskaferil sinn. Þegar þessar minn- ingar koma allar saman, verður líka fengin af þeim allglögg mynd af skólanum, ef vandlega er lesið, vel borið saman, og á hverjum stað hæfilega frá dregið, það sem per- sónulegt er fyrir höfundinn. Einna mest er skólanum sjálfum þarna lýst í einni grein í minning- um Sigurðar á Arnarvatni, og er þó engin þessara minningargreina meir bundin við persónu höfundarins sjálfs. Annars er í öllum þessum minningum skólanum lýst að nokkru, og í öllum til samans svo að óvíst er að betur verði gert á annan hátt. Myndir eru þarna af staðnum Möðruvöllum, kennurum skólans, skólahátíðinni 1900, tveimur sveit- um nemenda í skólanum vorið 1890 og vorið 1901, og öllum höfundum minningargreinanna. Þórbergur Þórðarson: Viðfjarðarundrin. Þessa bók þarf að lesa á sérstak- an hátt til þess að hafa gaman af henni. En lykilinn að því, hvernig hægt er að gera hana að skemmti- lestri, má finna á tveimur stöðum i henni sjálfri. Á bls. 33 hefir höfund-

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.