Stígandi - 01.01.1944, Page 81

Stígandi - 01.01.1944, Page 81
STÍGANDI UM BÆKUR 79 urinn eftir Skottu litlu frá Viðfirði: „Ég hefi svo gaman að ljúga að hon- um Þórbergi". Hefir þessi litla Skotta, sem helgaður er fimmtung- ur bókarinnar, ekki annað erindi inn í hana en það að segja þessa setn- ingu. — A bls. 20-—27 er frásögn af gúmmíormi, sem „svaf í einni borð- skúffunni hans Þórbergs" (líklega skrifborðsskúffunni hans), en hægt var að láta hrökkva upp úr rotinu, blása út bumbuna, sendast upp úr borðskúffunni, þjóta út úr herberg- inu og skjótast út á ganginn „með gapandi trjónu og glenntar klær, í blóðþyrstum iðandi hlykkjum". Þessi ormur fyllti huga allra barna í nágrenni Þórbergs „kitlandi ógn- um“ í „tvö ógleymanleg ár“, svo að hvar sem hann fór, „heyrðist-------- hvíslað í spenntum hátíðleik um leið og hann (þ. e. Þórbergur) gekk fram hjá: Þetta er maðurinn, sem á orminn". — Sögurnar eru fyrst sagð- ar af því að menn hafa svo „gaman að Ijúga að honum Þórbergi", síðan blæs hann þær út eins og orminn, til að fylla huga lesendanna „kitl- andi ógnurn" og vekja um leið hjá þeim sömu lotningu og hinum börn- unum, sem hvísluðu í „spenntum hátíðleik: Þetta er maðurinn, sem á orminn“. Sjálfur gengur höfundur- inn fram hjá barnalegum lesanda sínum með einlægnislegum og spek- ingslegum einfeldnissvip, trúaður á ógurleik þess gúmmíorms, sem hann hefir verið látinn blása út, af því að það er svo „gaman að ljúga að honum“. Það dregur mest úr skemmtun- inni við lestur bókarinnar, að höf- undinum mistekst stundum að „blása út orminn". Aðeins tvisvar tekst honum það fullkomlega. Það er í fyrstu undrasögunni, Manndráp- ið í Hrafnkelsdal, sem ekki er neitt „Viðfjarðarundur", og kemur öðru efni bókarinnar ekkert við, nema að því leyti, að það er saga full af „kitlandi ógnum“, og í annarri undrasögunni (sem er fyrsta „Við- fjarðarundrið"), „Er andskotanum alvara?" A þeirri sögu er þó ofurlít- ill dindill, sem er til óprýði og Þór- bergur hefði átt að klippa af. í sög- unni „Drukknun þeirra félaga“ hef- ir Þórbergur verið nærri því kom- inn að blása vel og myndarlega út orminn, en þegar mest lá við, hefir hann þrotið erindið og ormurinn skroppið saman og hlykkjast mátt- laust niður. Sums staðar tekst hon- um að vísu enn verr, en þá eru efni minni og því minna misst. Þó að vissulega sé gaman að þessum tilburður Þórbergs, þegar á þá er litið frá réttu sjónarmiði, mjög gaman, þegar honum tekst vel og dálítið gaman, þegar honum mis- tekst, ætti hann samt hér á eftir að láta sér hægt að rita um undur því- lík og þessi og þau, sem hann hefir áður ritað um í Indriða miðli. Hann á það nefnilega á hættu, ef hann gengur lengur oft á þessum vegi, að börnin taki að hrópa að honum eins og segir í sögunni um gúmmíorminn, þegar uppvíst verður í hverju töfr- arnir eru fólgnir: „Þórbergur orm- ur/ Þórbergur orm-ur/“ Síðan geta líka þau sögulok endurtekið sig að öðru leyti: „Og loddarinn hrökklað- ist burtu alfarinn úr Skólavörðu- holtinu rúmum hálfum níunda mán- uði síðar“. Arnór Sigurjónsson. Dagur í Bjarnardal I, II, III, eítir Trygve Gulbranssen. Bókaútgáfan Norðri h/f Akureyri. Prentverk Odds Björnssonar. KonráS Vil- hjálmsson íslenzkaði. í síðasta hefti Stíganda var að- eins sagt frá 1. bindi þessarar sögu,

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.