Stígandi - 01.01.1944, Qupperneq 81

Stígandi - 01.01.1944, Qupperneq 81
STÍGANDI UM BÆKUR 79 urinn eftir Skottu litlu frá Viðfirði: „Ég hefi svo gaman að ljúga að hon- um Þórbergi". Hefir þessi litla Skotta, sem helgaður er fimmtung- ur bókarinnar, ekki annað erindi inn í hana en það að segja þessa setn- ingu. — A bls. 20-—27 er frásögn af gúmmíormi, sem „svaf í einni borð- skúffunni hans Þórbergs" (líklega skrifborðsskúffunni hans), en hægt var að láta hrökkva upp úr rotinu, blása út bumbuna, sendast upp úr borðskúffunni, þjóta út úr herberg- inu og skjótast út á ganginn „með gapandi trjónu og glenntar klær, í blóðþyrstum iðandi hlykkjum". Þessi ormur fyllti huga allra barna í nágrenni Þórbergs „kitlandi ógn- um“ í „tvö ógleymanleg ár“, svo að hvar sem hann fór, „heyrðist-------- hvíslað í spenntum hátíðleik um leið og hann (þ. e. Þórbergur) gekk fram hjá: Þetta er maðurinn, sem á orminn". — Sögurnar eru fyrst sagð- ar af því að menn hafa svo „gaman að Ijúga að honum Þórbergi", síðan blæs hann þær út eins og orminn, til að fylla huga lesendanna „kitl- andi ógnurn" og vekja um leið hjá þeim sömu lotningu og hinum börn- unum, sem hvísluðu í „spenntum hátíðleik: Þetta er maðurinn, sem á orminn“. Sjálfur gengur höfundur- inn fram hjá barnalegum lesanda sínum með einlægnislegum og spek- ingslegum einfeldnissvip, trúaður á ógurleik þess gúmmíorms, sem hann hefir verið látinn blása út, af því að það er svo „gaman að ljúga að honum“. Það dregur mest úr skemmtun- inni við lestur bókarinnar, að höf- undinum mistekst stundum að „blása út orminn". Aðeins tvisvar tekst honum það fullkomlega. Það er í fyrstu undrasögunni, Manndráp- ið í Hrafnkelsdal, sem ekki er neitt „Viðfjarðarundur", og kemur öðru efni bókarinnar ekkert við, nema að því leyti, að það er saga full af „kitlandi ógnum“, og í annarri undrasögunni (sem er fyrsta „Við- fjarðarundrið"), „Er andskotanum alvara?" A þeirri sögu er þó ofurlít- ill dindill, sem er til óprýði og Þór- bergur hefði átt að klippa af. í sög- unni „Drukknun þeirra félaga“ hef- ir Þórbergur verið nærri því kom- inn að blása vel og myndarlega út orminn, en þegar mest lá við, hefir hann þrotið erindið og ormurinn skroppið saman og hlykkjast mátt- laust niður. Sums staðar tekst hon- um að vísu enn verr, en þá eru efni minni og því minna misst. Þó að vissulega sé gaman að þessum tilburður Þórbergs, þegar á þá er litið frá réttu sjónarmiði, mjög gaman, þegar honum tekst vel og dálítið gaman, þegar honum mis- tekst, ætti hann samt hér á eftir að láta sér hægt að rita um undur því- lík og þessi og þau, sem hann hefir áður ritað um í Indriða miðli. Hann á það nefnilega á hættu, ef hann gengur lengur oft á þessum vegi, að börnin taki að hrópa að honum eins og segir í sögunni um gúmmíorminn, þegar uppvíst verður í hverju töfr- arnir eru fólgnir: „Þórbergur orm- ur/ Þórbergur orm-ur/“ Síðan geta líka þau sögulok endurtekið sig að öðru leyti: „Og loddarinn hrökklað- ist burtu alfarinn úr Skólavörðu- holtinu rúmum hálfum níunda mán- uði síðar“. Arnór Sigurjónsson. Dagur í Bjarnardal I, II, III, eítir Trygve Gulbranssen. Bókaútgáfan Norðri h/f Akureyri. Prentverk Odds Björnssonar. KonráS Vil- hjálmsson íslenzkaði. í síðasta hefti Stíganda var að- eins sagt frá 1. bindi þessarar sögu,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.