Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 6

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 6
164 ,FYRIR ALMENNINGSNÖF OG DALATÁ“ STÍGANDI öldur brotna í íjöru við litla fætur og léttar iiendur, sem leika þar að undrasteinum æskudaganna, en inn til fjarðarins eða dal- anna dansa fell og liæðir í bragandi hitabylgjum loftsins; þótt gaman sé að koma til „síldarborgarinnar við hið yzta haf“, þar sem „skipin koma og skipin blása og skipin fara sinn veg“, silfur- fiski sjávarins er mokað upp í þrær og síldarkassa, konur og karlar keppast við á bryggjum, hamarshögg kveða við, köll glymja og linittiyrði fljúga; þótt gaman sé að ferðast um blómlegar byggðir, þar sem sótt er fram af elju til aukinnar búmenningar og hag- sældar, þótt höndunum vilji fækka, sem þar taka á verki, þar sem töðuilm leggur heiman af túnum, sláttuvélar murra á engjum, hey er bundið, hestar reknir úr haga, þar sem bílar æða eftir þjóðveginum og þyrla upp rykskýjum, þar sem blasa við auganu sólblikuð grávíðishöll, fjalldrapabrekkur, startjarnir, bylgjandi engi, vötn, ár, fuglarnir flúgja sér til fanga, flugur suða, loft er heitt og þrungið lífsönn; þótt gaman sé að bregða sér þannig um kóngsríki íslenzkrar afþýðu og ferðast til sól- og sumarlanda -- heima — eftir að hafa tekið af sér hversdagsgleraugun, þá eru til önnur íslenzk furðulönd, sem eru flestum betur fallin til livíldar- dvala, það eru seiðlönd gróinna heiða. Þar nýtur maður einveru án þess að kenna auðnartóms öræfanna; þar er „langt til veggja og heiði hátt“ án Jress að gróðurleysi háfjallanna nái að að vekja ósjálfráða ömurleikakennd í brjósti; Jrar er friðsæld, þó að lífið sé þar alls staðar nálægt, Jdví að æðihugur mannsins hefir ekki lirannað loftið hugbylgjum sínum; Jrar er íierskur ilmur úr grasi og angan úr lyngi, spói vellir í holti, einhvers staðar úr lautar- dragi kveður við langdregið bí-bí lóunnar, rjúpa kallar lokkandi á unga, ær liggur móð af liita undir barði og blakar eyrum við flugum, úr fjarlægð berst árniður, eins og endurómar frá þeirri veröld, sem við höfum um stund leitað hvíldar frá, fjöll blána í fjarska. Um sólheiðan sumardag er hin fagra veröld óvíða fegri en á heiðum uppi, höll sumarlandsins óvíða rismeiri, hin hvítu skip æskudraumanna og endurminninganna óvíða glæstari, angan smáblóma eilífðarinnar óvíða ljúfari. Þar sem grasið grær án íhlutunar mannshandarinnar verður Jrér ljóst, að „illgresið" er oft fegursta jurt, og þótt þú hafir ef til vill í fiyrstu gengið inn á seiðlönd heiðanna í ferð án fyrirheits, verður þér ljósara en nokkru sinni fyrr, að af jörðu ertu kominn, en skip heiðríkj- unnar muni að lokum bera Jrig til kirkjunnar á fjallinu, þó að blítt láti veröldin og vopn guðanna hvíni yfir höfði þér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.