Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 17

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 17
STÍGANDI KVIKMYNDIR. . . . 175 innar. Hætta verður að misnota möguleikana. Engin sönn menn- ingartæki mega ónotuð vera. Margvísleg verkefni bíða lausnar með hverri þjóð. Víst er um það, að stórfelldar verða breyting- arnar í stríðslöndunum á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins — og eru þegar orðnar. Nýsköpunin er í algieymingi. Nýskipan Ev- rópu, hin betri, er að verða raunveruleiki. Fullvíst er og, að umbóta er vant í þjóðlífi íslendinga. Og breyt- ingarnar munu flæða inn yfir landið, enda ýmsar ráðstafanir þegar í undirbúningi í atvinnumálum, félagsmálum, uppeldis- og fræðslumálum o. s. frv. Samt ber að varast að láta of margar fornar dyggðir fara, þótt nýjum sé bætt við. Sumar nýjungar eru sjálfsagðar, aðrar hæpnari. í slíkum vanda er iiyggilegt að beita eiginleikum hins sanna vísindamanns: Sannieiksást, fordómaleysi og skýrri dómgreind. Annars vegar flana ekki að neinu, vinsa úr, það sem haldgott reyndist, en hins vegar sýna frjálslyndi og djörf- ung til að taka í þjónustu ótvíræð menningartæki. Á þetta ekki sízt við í skóla- og uppeldismálum. Það er mál sumra, að hljöm- og talmyndin sé bezta kennslu- tæki, sem mannkynið hefir eignazt, síðan prentlistin var fundin upp. Hugleiðum snöggvast, hvernig með þetta tæki er farið hér á landi. Engum getur dulizt, að allt of margar myndir, sem kvik- myndahúsin sýna, eru lélegar, svo lélegar, að betur væru ósýndar og óséðar. Ekki getur talizt sanngirni, að skella allri skuld á stjórnir íslenzkra kvikmyndahúsa. Frumsökin lilýtur að falla á þá, sem framleiða slíkar kvikmyndir. Þriðja aðila, þiggjendunum, má og að nokkru um kenna. Þorri bíógesta lætur bjóða sér næst- um hvað ómerkilegt sem er. Það afl, sem um of hefir ráðið vali og gerð kvikmynda yfirleitt, er fjáraflið eða réttara fjáraflavonin. Sé hún mjög þurftarmikil, sé kvikmynd gerð mestmegnis fyrir arðvonina, hættir ýmsu fánýti að slæðast með. Annað sjónarmið, sem sennilega er of drottnandi í þessum efnum, er smekkur fólks- ins, hinn verri smekkur almennings, sem fyrst og fremst sækir kvikmyndahús sér til dægradvalar. Eitt afi því, sem þykir fá tím- ann til að líða fljótt, er æsandi atburðir (Sensation) í kvikmynd. Til að skapa þá eru illir verknaðir oft notaðir óspart. Sé „spenn- ingurinn" gerður að takmarki í sjálfu sér, er starfsemin orðin neikvæð, sem allra sízt má lienda í kvikmyndarekstri. Vegna hins geysilega áhrifamáttar kvikmyndanna verður að gera þá kröfu, að ríkjandi markmið þeirra sé jákvætt. Ef allir framleiðendur kvikmynda vönduðu betur val þeirra, væri stórt spor stigið til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.