Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 19

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 19
STÍGANDI KVIKMYNDIR. . . . 177 kvikmyndir, sem byrjað er að nota í íslenzkum skólum, en er ekki orðið almennt enn sem komið er. Tilgangur fræðslumynda er hnitmiðaður. Efnisval og meðferð við hæfi nemenda. Skýringar bæði á undan og eftir látnar í té af kennurum. Fróðleiksþrá og um leið að nokkru leyti skemmtanaþrá barnanna er fullnægt á hollan hátt. Um sjálfa kennsluaðferðina er þess að geta, að sterkar líkur benda til, að hún muni ryðja sér æ nieir til rúms í hirium ýmsu námsgreinum. Auk fjölda kvikmynda, sem hver um sig getur frætt, ýtarlegar og á margfalt skemmri tíma en áður var unnt, um iðnframleiðslu, ferðalög, lifnaðarhætti annarra þjóða o. fl. o. fl., koma þær að góðu haldi í námsgreinum, svo sem jarðfræði, dýra- fræði, grasafræði, líkams- og heilsuflræði, sögu, í bindindis- og íþróttakennslu, svo og alls konar verklegu námi. Margt furðulegt hefir uppgötvazt í hinni hamslausu baráttu stríðsþjóðanna fyrir sigrinum. Margt gamalt orðið að víkja fyrir öðru nýju. Hér á eftir verða tilfærðar nokkrar niðurstöður, sem nýir kennsluhættir í Bandaríkjaher hafa leitt í ljós. í ameríska tímaritinu „Science Digest“, marzhefti þ. á., er smágrein eftir Wesley Price. Yfirskrift hennar er: Nýjar leiðir til að iæra fljótar." Þar segir m. a.: „Eftir styrjöldina munu líklega verða kenndar fleiri námsgrein- ar fleiri nemendum á skemmri tíma og með minni tilkostnaði en stjórnendum fræðslumála hefði getað órað fyrir.“ „Skólagengnir menn eru æfðir í lestri, þangað til þeir geta lesið prentað mál á helmingi skemmri tíma en venjulegt er.“ „Hermenn, sjómenn og stjórnarembættismenn nema erlend tungumál fjórum sinnum hraðar, en hinir færustu menn töldu hugsanlegt fyrir stríð.“ Rík áherzla er lögð á kennsluútbúnað og aðferðir, sem hjálpar sjónar- og heyrnarskynfærum. Vænta má fullkomnari þróunar í þá átt að stríði loknu. Námskeið í sjónæfingum, sem starfrækt er í her og flota Bandaríkjanna, telur greinarhöfundur horfur á að verði gert að skyldufræðslu í Bandaríkjunum. Þetta námskeið, sem upprunalega varð til í sambandi við athuganir á mannsauganu — er kennt við prófessor Samuel Renshaw, forstöðumann sálarfræði- deildar háskólans í Ohio. Nemendur eru látnir byrja á því að lesa röð tölustafa, sem leiftrar snöggt'ast á tjaldi frá sýningarvélinni. Fyrst læra þeir að lesa 6 tölustafi á 1/25 úr sekúndu. Það er auð- vitað óhugsandi að komast yfir 6 tölustafi (t. d. 718429) á þeim 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.