Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 21

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 21
STÍGANDI KVIKMYNDIR. . . . 179 endur láti æ verr að stjórn. Hvað veldur? Of löng skólaseta? Ó- hollt bæjarlíf, óholl bíósókn? Of mikil ítroðsla? Minnkandi heim- ilisagi? Minnkandi skólaagi? Stríð — hernám — fréttir — peninga- flóð? — Tvímælalaust eitthvað af þessu, e. t. v. allt. Ég lield að það, sem börn og unglinga skorti tilfinnanlega, sé jafnvægi. Jafnvægi til að finna sjálfa sig. Kennsluaðferðirnar eru máske of einhæfar. Oíi mikið lagt á eyrað sem skynfæri. Væri ekki réttara að nota augað sem farveg til skilnings nemandans — meira en gert hefir verið? Álagið á eyranu mundi minnka og samræmi skapast milli skynfæranna. Kvikmyndirnar koma hér í góðar þarfir. Tími sparast. Tilbreyting skapast. Staglið minnkar. Nemendur með takmarkað ímyndunarafl myndu njóta sín betur. Þorri nemenda er kunnugur kvikmyndahúsum og veit, að til er mjög fyrirhafnarlítil leið til að fræðast um sitt hvað. Líklegt er, að þeir myndu sýna meira þol og skarpari athygli í stærðfræði- og málfræðikennslustundum, þar sem ekki verður komizt hjá að nota næstum eingöngu gamla lagið. Mér er ljóst, að fræðslumyndir geta ekki orðið eina bjargræðið í endurskipulagningu skóla- og uppeldismála. En mikið gagn geta þær áreiðanlega unnið. Kennslumálaráðherra, Einar Arnórsson, mun eigi alls fyrir löngu hafa vakið máls á Jdví, að háttvísi yrði gerð að námsgrein í skólum. Hugmyndin er ágæt, en vandasöm í framkvæmd og líklega óframkvæmanleg án hjálpar kvikmyndar — svo að verulegur árangur fáist. Enginn kennari jafnast á við fiagurt fordæmi, og fagurt fordæmi getur enginn kennt betur en kvikmyndin. Hvílíkur fengur yrði það ekki kennurum, að fá myndir, sem sýna fagra framkomu barna gagnvart foreldrum, um- hyggjuríka framkomu við aldrað fólk og bágstadda, og yfirleitt nærgætni við menn og málleysingja, svo að fáein atriði séu nefnd. Hér er verkefni, sem bíður kvikmyndatökumanna — íslenzkra ekki síður en erlendra. Það er gleðiefni, að innlendur félagsskapur er til orðinn, sem hefir á stefnuskrá sinni kvikmyndagerð, þar með taldar fræðslu- myndir handa skólum. Æsku hins unga lýðveldis er hollt að kynnast rækilegar en raun er á, fortíð feðra sinna og mæðra. Líf og saga íslenzku þjóðarinnar í fiortíð og nútíð getur verið óþrjót- andi brunnur viðfangsefna handa íslenzkum kvikmyndurum. Fátt vekur betur og nærir föðurlandsást, en lifandi litmyndir úr íslenzkri náttúru. 12»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.