Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 30

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 30
188 UM BORÐ ÚTI Á FIRÐI STÍGANDI gráu ofan á svart með því að hæðast að lienni í áheyrn allra þessara geðslegu náunga. Henni blandaðist ekki hugur um, að mann- fjandinn ætti við hana. Að henni veitti ekki af tuskunum! Jú, hverjum skyldi það vera að þakka, að hún var á nærpilsinu? Þeir ættu bara að reyna að láta á liana svuntuna, þá vinnu skyldu þeir fá vel borgaða. Þvílík smán sem þessi hafði henni aldrei verið gerð. Hún var bólgin afi bræði, sagði ekki eitt einasta orð, en stóð og starði á Sigurð vaktarformann, sem nú var á leið niður vantinn. Siggi leit dálítið skrýtilega út, því verður ekki neitað. Pilsið lá niður eftir bakinu á honum og líktist því, að hann hefði heljar- mikið stél, og svo var það hausinn, hann var ekki á rétturn stað, eða sýndist ekki vera það, því að hann hékk ofarlega á bakinu, vingsaðist þar og velti vöngum í hvert sinn, sem Siggi setti fótinn í nýja veglínu. ,,Hann er að týna pilsinu, það er að detta, það fer í sjóinn!“ Með þessum orðum var Jói að hughreysta reiðarann. Það sló köldum svita um kerlingarangann við þá tilhugsun, að hún yrði kannske að sýna sig á götum Akureyrar á nærpilsinu. Það yrði saga til næsta bæjar. En sem betur fór, liékk pilsið enn- þá, og mannfjandinn var nærri kominn niður. Hún færði sig nú ögn nær vantinum til þess að vera viðbúin að bjarga því svo fljótt sem mögulegt væri, og þegar Siggi var kominn ofan á öldu- stokkinn og var að stíga öðrum fætinum niður á þilfarið, var allt í einu gripið heljartaki fyrir kverkar honum. Honuni varð svo bilt við þessa óvæntu ái'ás, að hann lilunkaðist aftur á bak niður — ekki samt á þilfarið, lieldur í fangið á reiðaranum, og þó ljótt sé frá að segja, þá valt rauða tunnan um koll, og Sigurður vaktar- formaður settist kirfiilega á bumbuna á henni. Reiðarinn rak upp org, og Siggi, sem var hálfhengdur, tók undir með mjög ámáttlegu gauli. Þessi tvísöngur þeiria varð til þess, að skipstjóiinn vaknaði og hentist upp úr káetunni. Hann kom rétt í því, að verið var að reisa upp rauðu tunnuna. Sigga hafði verið svipt burtu úr þessu þægilega sæti. Reiðarinn stundi og neri á sér bakhlutann, en Siggi stóð þögull og var að þurrka blóð af öðru eyranu. „Hvað er þetta, blæðir úr þér, beit hún þig? Hún hefir bitið hann í eyrað!“ Enn var það Jói, sem hafði orðið. Skipstjóri var bálreiður, hann skipaði Jóa að halda sér sarnan, og hefir ef til vill rennt grun í, að hann ætti að einhverju leyti sök á þessu óhappi. En skýringin á þessu óhappi var sú, að þegar kerlingartetrið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.