Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 39

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 39
STÍGANDI SAGA ORGELSMIÐSINS 197 undir vinstri hendi heyrðist stundum drafa í brennivínsbassa. Hann líktist mannsrödd, svo að ég hrökk stundum við og fannst orgelið 'vera orðið að lifandi veru. Frá beinlögðum nótum vinstri handar hljómuðu jarðarfararsálnrar, ljóð um sekt og synd og liorfna hamingju. Þaðan hljómuðu raddir úr gröfunr horfinna kynslóða: rokkhljóð, vefjarsláttur og hjúfrandi hvísl í brúðarlíni. Þar voru sungnar vísur og haldin brúðkaujr. Þaðan dunaði axar- liögg vinnudagsins úr skóginum, niður beljandi fljóta, hið steinda ljóð mylnunnar og hvinur sagarinnar, sem skar timbrið handa ánum, áður en þær veltu af sér vetrarfarginu. En hæst uppi var helgidagur og fuglasöngur í skógi, að vori til, og gaukar sem köll- uðu hver til annars í angan tjarna og vatna. Laxinn stiklaði upp hvítfyssandi brekkulæki, sem hröðuðu sér niður til árinnar, gegn- um iðgræna seljumóa, — árar skvömpuðu og í hálfnetinu, sem dregið var ujjjj í sólarljósið, var eins og ljómaði af nýþvegnum silfurskeiðum. En stundum breyttust liinir dimmróma bassar í þrumuhljóm. Eg heyrði það svo glöggt, og allt sem ég segi er sannleikur. Öll jörðin stundi og skalf undir hinni voldugu hljóm- kviðu síðsumarhiminsins. Það voru ekki hinar ónæmu og hikandi hendur mínar, sem töfruðu þetta fram. Það streymdi frá hjarta rnínu og þessar gömlu orgelpíjrur svöruðu mér, eins og margraddað bergmál yfir lygn- um vötnum. Það var sál Jóns Anderssonar, sem til mín talaði. Og þegar ég leit ujrjr, sá ég, að stórskógurinn stóð þögull allt í kring. Það var vornótt, ljúf og mild. Og ég sá hann aftur, þar sem hann gekk tígulega framhjá, með öryggi stórbóndans og friðleysi spila- nrannsins í öllum hreyfingum. Hann var í sunnudagsklæðum, og ég sá hann reika gegnum skóginn. Hann skoðaði gaumgæfilega stofna og greinar, sem á vegi hans urðu, og niður við sögunar- mylnuna stanzaði hann, barði í kurlköstinn, hlustaði, tók frá grein og grein af hlyni og furu og vó þær í hendi sinni. Stundum sló hann saman tveim grenigreinum, lagði við eyra og hlustaði, síðan sneri hann við og hélt til skógar á ný. Hann reikaði milli trjástofnanna og hlustaði á þytinn í laufinu. Ég sá, að komin var nótt, hánótt; en ennþá reikaði hann um, í skini hinna strjálu stjarna, og söng og raulaði með sjálfum sér. En að lokum settist hann á fallinn trjábol og þangað fór ég til hans og settist hjá honum. Hann kinkaði til mín kolli. Dásamleg nótt, sagði hann; ég var neðra og leit á efnið, það er örðugt að finna kvistalausan við nú-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.