Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 48

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 48
206 SÉRA SIGURGEIR Á GRUND STÍGANDI að madama Ingibjörg, kona hans, var rausnarkona mikil og veitti gestum og heimafólki fram yfir það, sem efni leyfðu. Þótti hún ágætiskona, myndarleg og vel gefin til munns og handa, en stjórn heimilisins var stundum ekki í lagi. Matarskortur var þar oft á síðari árum. Tók þá séra Sigurgeir það ráð, að selja mótbýlis- manni sínum skika af jörðinni smátt og smátt fyrir matbjörg. Þótti það ekki búmannlegt, því að búið gekk saman jafnótt og börnin stækkuðu, og þarfir heimilisins að sama skapi. Séra Sigurgeir var söngmaður góður eins og áður er sagt. Hvatti liann rnenn mjög til að syngja í veizlunr, og þegar hann var orðinn ör af víni, gekk hann á milli þeirra, sem liann vissi að höfðu góða rödd: „Syngdu, heillin," sagði hann. „Syngdu þetta.“ „Lýsti sól“ eða „Látum af hárri heiðarbrún“ voru eftirlætislög hans. Söng hann þá sjálfur með og dró ekki úr röddinni. Mikið yndi hafði hann einnig af því að tala um góðhesta. Var hann hestamaður með afbrigðum, svo að menn sögðu, að varla væri svo illgengur og latur húðarklár, að hann skellti sér ekki niður á hlemmiskeið, þegar séra Sigurgeir var kominn honum á bak. Sjálfur átti hann gæðing, sem Sokki hét. Aldrei þreyttist hann að tala um Sokka, þegar hann var ölvaður, og segja sögur af svaðilförum þeirra beggja, og viðkvæðið var alltaf: „Þá var Sokki vakur.“ Allir, sem til þekktu, vissu, hvílíkur afbragðshestur Sokki var að traustleik og hyggindum, og töldu þeir, að presti mundi óhætt, þótt hann væri oft einn og ekki alls gáður á ferð, meðan Sokka nyti við. Ég heyrði föður minn segja frá því, að þegar hann var ung- lingur á Guðrúnarstöðum í Eyjafirði, hefði hann séð séra Sigur- geir koma að Eyjafjarðará beint á móti bænum, sem stendur skammt frá austurbakka hennar. Þar er vað, sem farið er, þegar áin er lítil, en nú valt áin fram í vorleysingu og var bráðófær, því að kaststrengur er litlu norðar og hár bakki að austan. Litlu sunnar en vatnið er aftur hár bakki að vestan, en landtaka góð að austan. Við vesturbakkann er hyldýpi, þegar áin er í vexti og rennur áin þá stundum upp á bakkann. Þangað stefndi séra Sigurgeir á Sokka sínum. Hiklaust keyrði hann hestinn á sund fram af bakkanum, renndi sér um leið af baki og greip í tagl hans. Þannig dró Sokki eiganda sinn heilu og höldnu að austurlandinu. Sagðist faðir minn þá hafa orðið fegnastur á æfi sinni, því að liann hafi talið prest af, en auðséð hefði verið, að maður og hestur skildu hvor annan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.