Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 53

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 53
STÍGANDI AF ÞVÍ LÆRA BÖRNIN — 211 harla rúmrar merkingar og er fremur óákveðið hugtak hjá mörg- um. Systkinin virtust gædd einhverju, sem minnti á geislandi birtu: Vakandi samúð, einlæg ljúfmennska, síviðbúin hjálpsemi. Þau voru staðföst í því, sem þau tóku sér fyrir hendur og unnu allt af alúð og áhuga, hvort sem um líkamlega vinnu var að ræða, nám eða fiélagsstarfsemi. Satt bezt að segja er það næsta sjaldgæft að fyrirhitta þessa eiginleika, þótt um óvenju vel gerð börn sé að ræða. En svona voru öll Andrewsystkinin. Mér varð því á að spyrja Lovísu af einskærri forvitni, hvernig hún liefði náð þessum árangri. Hún hikaði fyrst við svarið. „Það er ekki svo að skilja, að mér sé óljúft að ræða um börnin,“ sagði hún og brosti, „en mér er óljúfara að ræða um sjálfa mig, og eigi ég að svara af hreinskilni, verð ég víst að gera það.“ — „Sjáið þér til,“ hélt hún áfram, „ég trúði gamla spakmælinu, að skapgerð verði ekki kennd, heldur ávanin. En um leið var mér ljóst, að börnin urðu að venjast henni hjá einhverjum, þau urðu að liafa fyrirmynd. Auðvitað var faðir þeirra þeint ágæt fyrirmynd, en gallinn var sá, að Jim var sjaldan heima, þau sáu liann aðeins við og við. Þeim var það að vísu mikilsvert, en samt sem áður þörfnuðust þau einhvers, sem var alltaf eða næstum alltaf hjá þeim, einhvers, sem tók sífellt þátt í lífi þeirra, meðan þau uxu og þroskuðust. Ég var alltaf hjá þeim, en ég var ekki vel hæf til fyrirmyndar. Eigi ég að vera hreinskilin, þá grét ég, þegar ég athugaði þá hlið málsins. Ég fann, að ég var svo ófullkomin, sem mest mátti verða: Ég var úrræðalítil, iiræðslugjörn, nöldrunarsöm, í fám orðum sagt liafði ég fleiri galla en ég kærði mig um að uppgötva hjá mér. Ég varð hrygg og næstum beisk í skapi. En hvað gat ég gert? Mig langaði að ræða þetta við einhvern, auðvitað fyrst og fremst við Jim. En þegar þetta var, var liann langt í burtu og ekki væntanlegur heim, fyrr en eftir marga mánuði. Ég varð því að taka sjálf ákvörðun mína.“ „Og hver var ákvörðun yðar —?“ spurði ég. Hún hló liálf feimnislega eins og henni væri um og ó að segja jrað, sem hún nú hugðist skýra mér frá. „Ég kornst að Jreirri niðurstöðu," sagði hún hæglátlega, „að ég yrði að umskapa sjálfa mig. Ef börnin mín áttu að temja sér þær dyggðir, sem ég vildi að þau temdu sér, þá yrði ég að gefa þeim fordæmið. 14*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.