Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 54

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 54
212 AF ÞVÍ LÆRA BÖRNIN — STÍGANDI Ég varð að sýna þeim og sannfæra þau um, að þá eiginleika, sem ég vildi, að þau temdu sér, hefði ekki einungis faðir þeirra til að bera — en það var auðvelt að öðru en því, hve langdvölum liann var að heiman — heldur hafði ég þá að vissu marki. í stuttu máli, að allt, sem stríddi gegn þessum eiginleikum, var mönnum til armæðu, að innan fjölskyldu okkar — án alls samanburðar við aðra — fyrirfyndist ekki iðjuleysið, óttinn, óhreinskilnin, ágirnd- in, hatrið, grimmdin, umburðarleysið, heimskulegt stolt og fleira þessu líkt. Umfram allt vildi ég, að þau yrðu góðgjörn. Þetta var mark það, sem ég hugðist stefna að. Yður finnst ef- laust, að það lýsi ekki svo litlu sjálfsáliti. En ég fullvissa yður um, að sjálfsþóttanum var ekki fyrir að fara, mér fannst ég svo lítil- mótleg, að mig fýsti mest að renna af hólmi, og ennþá grípur sú tilfinning mig stundum, þrátt fyrir hrós það, sem menn eins og þér berið á börn mín.“ Og svo fékk ég að heyra frásögn af því, sem í mínum augum er eitthvert merkasta þrekvirkið, er ég hefi um heyrt. Hin granna, fríða og unga kona, sem ég af skiljanlegum ástæðum nafngreini ekki, en kalla hér Lovísu Andrew, tók að umskapa sig vegna barnanna sinna. Aðferð hennar virðist hvort tveggja í senn einföld og undur- samleg. Hún var á þeim árum, sem við erum flest enn fróðleiksfús og spurul. En mörg okkar taka við þeirri fræðslu, sem að okkur er rétt — iðulega gegnum útvarp — án þess að brjóta hana til mergjar. Einn leitar þessa, annar hins. Lovísa tók að spyrja sjálfa sig spurninga, knúin af eðlishvöt móðurinnar. Sumar spurningar hennar voru svo leitandi og djúpkannandi, að mér varð ljóst, að Lovísa var meiri heimspekingur og upp- eldisfræðingur en hún gerði sér ljóst og nokkra hafði grunað. Trúir þú á guð? spurði hún sjálfa sig. Já, það gerði hún. Hún gat ekki trúað öðru, fremur en Edison, en að á bak við hið mikla heimsskipulag stæði einhver, sem hafði skapað og skipulagt það. Ekkert gat orðið til af engu. En fyrst hún trúði á guð, sem hafði skapað liana, þá hafði hún hagað sér eins og vanþakklátt barn. Hún hafði farið til kirkju fyrir siðasakir af og til á sunnudögum og stórhátíðum, eða verið við skírn, giftingar og jarðarfarir, en — vegna guðs hafði hún ekki þangað komið. Fyrst hún trúði á guð og fyrst hún vildi, að börnin sín tryðu á guð, þá varð hún að tilbiðja hann á einn eða annan veg á hverj- um degi, vegsama þá veru, sem hafði gefið þeim lífið, þakka hon-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.