Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 64

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 64
222 DROTTNING SUÐURSINS STÍGANDI „Segðu mér af aumingja konunginum, starfsbróður mínum. Hefur hann nokkurn Tamrin til að kvelja sig?“ „A morgun, kæra drottning?" „Ó“, hrópaði hún gremjulega. „Ég vildi fremur fara til þessa konungs þíns, Salómons." Augu Tamrins glömpuðu. Nú hafði hann fengið vilja sínum framgengt. Hann hagræddi sessunni við bak sér og tók að segja ævintýrin, sem hann kunni um Salómon konung, vin sinn. Því að Eþíópía er svo einangruð af fjöllum sínum og eyði- merkursól, að heimurinn getur hreytt um svip án þess við verðum þess vör. „Hver er Salómon?" spurðuð þér fyrir viku síðan. Kæra drottning, þér eruð eini stjórnandinn í heiminum, sem gæti leyft sér að spyrja þannig og fá þó fáfræði sína fyrir- gefna. Þó að Salómon ríki aðeins yfir litlu landi, stefnir liann konungum og konungssonum að sér úr öllum löndum heims, og þeir flýta sér á fund hans og færa honum góðar gjafir. Eg lief séð konung Indlands, (en Jraðan koma beztu ilmvötn ykkar kvennanna), skríða á fjórum fótum fram fyrir Salómon, því að hann var svo lamaður af ótta, að fætur hans gátu ekki borið hann. Ég hef einnig séð vændiskonur leita úrskurðar Salómons og ldýða honum. — Sjáið til — ef tvær konur kæmu til yðar, sem báðar gerðu kröfu til sama barnsins, hvernig munduð þér skera úr deilu Jreirra?“ „Ég mundi kalla sjónarvotta til úrskurðar.“ „Þær bjuggu aleinar í húsinu. Enginn jDekkti föður barnsins." Drottningin hristi höfuðið. „Þá veit ég ekki. Það er alltaf hægt að grípa til pyntinga." „Pyntingarnar munu aldrei leiða til réttrar úrlausnar í neinu máli.“ : „Það er sannleikur. Þrælar fást til að viðurkenna, hvað sem vera skal, ef þeir eru barðir nóg. Hvernig dæmdi liinn vitri Salómon j3Ínn?“ „Hann ákvað, að barninu skyldi skipt í tvo hluta.“ „Illmennið!” „Nei. Sú, sem ekki var móðir barnsins, var ánægð með úr- skurðinn. En móðir þess flýtti sér að lýsa því yfir, að fyrr sleppti hún öllu tilkalli til barnsins, en nokkrum leyfðist að skerða eitt hár á höfði J:>ess.“ Augu drottningarinnar ljómuðu. Þessi maður þekkir tilfinningar konunnar. Þó að ég sé kona,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.