Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 65

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 65
STÍGANDI DROTTNING SUÐURSINS 223 hefði mér aldrei dottið þessi prófraun í hug. Átti hann vitra móður?“ „Móðir hans, Batseba, var fögur kona, en hún var ekki vitr- ari en aðrar konur. Hún olli föður Salómons meiri fyrirhafnar en réttmætt gat talizt vegna verðleika hennar. Salómon veit vel um ókosti móður sinnar. Þó elskar hann hana og gerir margt fyrir hana.“ „Elskar hann drottningu sína?“ „Hann vill ekki gera neina af konum sínum að drottningu." „Tamrin,“ sagði drottning suðursins og reis allt í einu upp. Það var eftirvænting í mjúkri rödd hennar. „Tamrin, mér finnst, að þessi Salómon sé vitrasti maður í veröldinni. Eg hugsa, Tam- rin, að Salómon mundi segja mér, hvert mannsefni ég ætti að velja mér vegna konungsríkisins, ef ég næði fundi hans. Eg hugsa að- eins um það, sem bezt er fyrir Eþíópíu. Þú hefir alltaf ráðið mér heilt, kæri Tamrin, en konungur og drottning tala saman eins og jafningjar. Ég vil senda sveit manna á fund Salómons konungs með góðar gjafir og bjóða honum til ríkis míns, Tamrín.“ „Hann mundi ekki koma.“ „Hann getur ekki vænzt þess, að ég komi til hans?“ „Hvað því viðvíkur, kæra drottning, sagði hann mér sjálfur, að engin kona rnundi hafa þrek, áræði eða þrautseigju til slíkrar ferðar. En hann sagði mér frá því, að innan skamms ætlaði hann að halda mikla veizlu fyrir konunga jarðarinnar, þangað kvaðst hann ætla að bjóða yður, fremur í kurteisisskyni, en hann gæti vænzt þess, að þér þekktuzt boð hans.“ „Hvaða veizlu?“ „Vígsluhátíð musteris síns — musteris guðs.“ „Hví mælir þú þessi orð af svo mikilli lotningu?" „Vegna þess að ég trúi því, að þar sem Salómon konungur biður, sé hverjum manni hollt að biðja. Ég legg ráð mitt í hendur guðs þess, er skóp sólina og dætur hennar, sjöstjörnurnar.“ „Prestarnir munu brenna þig fyrir guðlast,“ sagði kona sól- guðsins kuldalega. „Ef þér biðjið þá þess.“ „Ég mun athuga málið,“ sagði drottningin uggvænlega, „og á ríkisráðsfundinum á morgun getur vel verið, að ég mæli svo fyrir, að þú verðir brenndur fyrir guðlast.“ Og svo fór hún burt. Hinn góðlyndi Tamrin stóð nokkra stund í sömu sporum, en brosti svo og hallaði sér út af á áklæðið. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.