Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 67

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 67
STÍGANDI DROTTNING SUÐURSINS 225 laus, er hún gagnrýndi fyrir sínum undrunarfiullu og móðguðu hlustendum misheppnaða starfsháttu þeirra, lýsti fyrir þeim virð- ingarskorti liermannanna, óheilindum sjóliðsins, óstjórn dóms- málanna, hrörnun þjóðveganna, almennu kunnáttuleysi í með- ferð sjúklinga, vanrækslu fræðslumálanna og frumstæðum ákvæð- um giftingarlaganna. Hinir ávítuðu ríkisráðsmenn hóstuðu og kæmtu og hvísluðust á um það sín á milli, hvað Tamrin og drottningin ætluðust nú fyrir. En þeir þurftu ekki að bíða lengi í óvissu. Með ljósum orðum fullvissaði drottningin þá um, að þessi mistök á stjórn ríkisins væri hægt að lagfæra og þau skyldu verða lagfærð. Mjög á móti vilja sínum hafði hún ákveðið að fara út í heiminn til að leita þekkingarinnar, sem hulin var fáfróðum þegnum hennar. Hún ætlaði að taka með sér áklæði, ofin úr gulli og silfurþræði, hvíta og bláa demanta, gimsteina, haglega smíðisgripi, raf, moskus, fagrar ambáttir, einhyrningshorn, krókódílaskinn og fílabein, og er hún hefði fundið þekkinguna, mundi hún kaupa hana fyrir þessa dýrgripi. Því að þekkingin, fullyrti drottningin við áheyr- endur sína, sem nú hlustuðu með vaxandi athygli, er betri en gull og silfur, ljúfari en svefn og þarfari en raki jarðarinnar. Ekkert konungsríki getur þróazt án hennar. ,,En konungsríki mitt skal standa,“ sagði Makeda, „það skal standa eins föstum fótum og ríki Salómons, en þið hafið auðvitað heyrt söguna af honum.“ Og þá hjaðnaði óánægjufullt hvísl ríkisráðsmannanna og það birti yfir svip þeirra, því að þeir voru allir börn drottningarinnar eins og hún sagði, og elskuðu hin fögru orð hennar og fyrirheit, sem ávallt fylgdu ávítum hennar. „Söguna! Segið okkur söguna af Salómon!" hrópaði einn af þeim hugrakkari, og ríkisráðsmennirnir brutu öll fundarsköp og þyrptust umhverfis hásætið til að heyra af vörum drottningar- innar söguna af Salómon konungi. Þeir voru gripnir geig yfir áræði og væntanlegum örlögum hinnar allt of djörfu drottningar sinnar. Því að Salómon“, — sagði hún, „er svo hræðilegur, að þjóð- höfðingjar falla í ómeginínávisthans.Hannátöfrahring.semveitir honum vald yfir englum himinsins og mátt til að reka af hönd- um sér ógn myrkranna. Hann á töfraklæði, sem flytur hann á svipstundu milli fjarlægra staða. Hann á þúsund hallir —“ Tam- rin, sem hlustaði með eftirtekt og ánægju, tók eftir því, að hún 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.