Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 71

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 71
STÍGANDI DROTTNING SUÐURSINS 229 eða hún væri á nokkurn hátt þýðingarmikil. Hún hleypti brún- um. Hún geispaði. Síðan tók hún upp smástein og kastaði honum yfir lækinn. Hann lenti milli handa bóndans. Hann leit reiðilega upp. ,,Þér hafið fellt turn að jörðu,“ sagði hann. „Þetta var léttúð- ugt. Þeir verða ár að reisa liann aftur. Þeim er það ár, sem okkur er ein mínúta.“ „En hvað varstu að skoða?“ spurði hún hógvær. „Komdu og sjáðu!“ „Lækurinn er á milli okkar. Það eru engar stiklur í honum.“ Hann lét ekki svo lítið að svara þessu, svo að drottningin yppti öxlum, reis á fætur, leit í grunnan lækinn og steig gætilega út í hressandi svalan strauminn. Hún stóð stundarkorn kyrr og naut þess að láta vatnið leika um ökla sína, því næst óð hún varkár yfir, hún sá, að fjárhirðirinn gaf henni auga. „Hví starir þú svona?“ spurði Makeda drottning háðslega og settist í grasið. „Hér segja menn,“ svaraði bóndinn, „að abyssinskar konur hafi geitarfætur.“ Hún sparn rennvotum ilskónum af fótum sér og teygði úr tán- um. „Þú getur sjálfur séð, hve satt það er.“ „Já, nú sé ég það. Þess vegna sagði ég þér líka að vaða yfir læk- inn,“ og hann fór aftur að virða grassvörðinn fyrir sér. Hún hallaði sér í áttina að honum og gægðist yfir öxl hans. Bændurnir hennar í Eþíópíu anguðu af ullarfitu, súrmjólk og viðarreyk. En þessi bóndi var í skikkju úr fíngerðu ullarefni og sítt hár lians var mjúkt eins og hennar eigið hár. „Sjáðu,“ sagði hann og virtist ekki veita athugun hennar eftir- tekt, „þeir eru þegar farnir að reisa turn sinn að nýju.“ Og það var orð að sönnu. Maurarnir hlupu fram og aftur og unnu af miklu meiri markvísi en hún hefði látið sér detta í hug af þeim að vera. „Hví veitir þú maurunum slíka athygli?“ spurði hún. „Ég athuga aðferðir þeirra. Þeir eru vitrir," svaraði hann. „í augum guðs er Salómon að musterisbyggingu sinni eins og maur- arnir að starfi sínu í augum Salómons." Hún leit skjótum augum á hann. „Ert þú bóndi?“ spurði hún hvasst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.