Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 79

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 79
STÍGANDI UM BÆKUR Traustir hornsteinar, erindi og greinar um félagslegt ör- yggi eftir sir William Beveridge, Bene- dikt Tómasson íslenzkaði, M. F. A. gaf út. Raunar telst bók þessi til bóka M.F.A. árið 1913, en kom ekki út fyrr en upp úr áramótunum síðustu. Þetta er ekki stór bók, en hin smekklegasta að frá- gangi, málfari og prentun. Fyrir þýð- ingunni eru formálsorð eftir Jóhann Sæmundsson lækni, þar sem gerður er nokkur samanburður á félagslegum ör- yggismálum hér á landi, eins og þeim er nú hátiað, og tillögum Beveridges hins enska um þau mál í heimalandi hans. Beveridgesáætlunin svonefnda vakti mjög mikla athygli víða um heim. Flef- ur verið mikið um hana ritað í l)löð hér á landi, 'aðalatriði hennar birt og gerð grein fyrir henni allýtarleg. Kennir í tillögum þessum margra nýrra grasa og eru þær allróttækar, en þó mið- aðar við aukningu og eflingu á því, sem fyrir er, en ekki gagngerða bylt- ingu í þeim málum. Hinar fimm meinsemdir þjóðfélags- ins telur Beveridge vera skortinn, sjúkdómana, fáfræðina, volæðið og iðjuleysið — og þessar meinsemdir verði að kappkosta að nema burtu. Hér skal engin tilraun gerð til að rekja, hvernig Beveridge vill skera fyrir þessar meinsemdir, þar er bezt að lesa hans eigin orð, því að mál- færsla hans er hin greinagleggsta, en þeim, sem ekki hafa lesið þessa bók, verður til fróðleiks birtar hér nokkrar málsgreinir úr henni, svo að nokkuð megi af sjá, hvernig þar er á málum haldið: „Baráttan við fáfræðina er uppeldis- atriði. Viið þurfum betri skóla og fleiri kennara. En lausnin er ekki fólg- in í því einu að hækka skólaskylduald- urinn. Það er engu minna virði, hvers konar menntun skólarnir láta í té, og þó er ef til vill menntun hinna full- vöxnu mesta vandamálið* *).“ „Við eldri mennirnir erum sorglega fáfróðir um margt, sem við ættum að vita.“ „Ráðið til að afnema vinnuhöft, svo að allir hafi frjálsan aðgang að inðgrein- um, sem þurfa á vinnukrafti að halda, er að uppræta óttann við atvinnu- leysi*).“ „Það er heldur ekki ætlazt til, að við getum verið án forystu eða einstaklings- framtaks í iðnaði, fremur en hægt er að vera án aga.“ „Umfram allt verðum við að venja okkur af þeim eftirlætisósið að geta ekki staðið sem sterk og einhuga þjóð." „Við eigum enga áætlun um, hvernig á að nota landið, þar sem þjóðin lifir og hrærist og vinnur. Auk þess eigum við ekki nærri því nógu mörg né nógu góð hús. Baráttan við volæðið er því fólgin í því, að skipuleggja borgir og byggðarlög og reisa fleiri og betri hús.“ *) Leturbreyting mín. Br. S. Saman- ber tímaleysi flestra fullorðinna til að lesa, fylgjast með og auka við fengna þekkingu. Oft er líka um viljaleysi að ræða. *) Leturbreyt. mín. Br. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.