Stígandi - 01.10.1944, Side 7

Stígandi - 01.10.1944, Side 7
STÍGANDI MILLI HRAUNS OG HLÍÐA 245 ófyrirleitin né torveldi framgang mála, sem öllum virðist til þjóð- þrifa horfa. Er svo að sjá, sem Framsóknarflokkurinn ætli að sínu leyti að láta nýju stjórnina liafa vinnufrið, en velji sér þann kjörhluta að mega benda hispurslaust á það, sem liann telur miður fara. Enda er Jrað sannast mála, að vafasamt er, hvort annar flokkur væri betur til Jress fær, eins og forustu Framsóknar- flokksins og mannvali er nú háttað, að hefja stjórnarandstöðu í þann virðingar og trúnaðarsess, sem hún á í réttu lagi að skipa í lýðræðisríki. Nýir stiórnorhættir? 1 ff5,a l>eM Stíganda þeSSa árgangs birmt grein, sent het: „Leitað að leiðum. Er jrar t arpað fram þeirri tillögu, að landinu sé skipt í fjórðungsdeildir eða fylki, er hvert um sig fari að allverulegu leyti með sérmál sín. Fjórðungsdeildum sé aftur skipt í hagdeitdir, og fhri hagráð með stjórn þeirra, fjórðungsráð með stjórn fjórðunganna eða fylkjanna, en landráð fari með yfirstjórn skipulagsmála fjórðung- anna. Hér skal ekki endurtekið það, sem um Jressi mál er rætt í fyrrnefndri grein, en Jrví bætt við, sem þar var ekki varpað fram, hvort ekki beri að stefna að því, að fjórðungarnir sem slíkir, kjósi þingmenn efri deildar Alþingis, flokkasamtökin einungis til neðri deijdar. Eitt af stefnuskránnálum nýju stjórnarinnar er endurskoðun stjórnarskrárinnar. Er Jrví ekki nema sjálfsagt og eðlilegt, að menn hugsi allmjög um, livaða stjórnarform lýðræðisins henti hér bezt. Fer varla hjá því, að Jreir, sem sönnu lýðræði unna, sjái, að varhugavert sé, að öll stjórn landsins dragist meir og meir til höfuðborgarinnar. Maðurinn er metnaðargjörn vera, og oft Jrví metnaðargjarnari, sem luin er mannskapsmeiri til athafna. Eins og nú háttar til, sogast því mannval Jrjóðarinnar jafnt og þétt til Reykjavíkur, og Jdó að það kunni að koma sér vel fyrir höfuð- borgina um sinn, hlýtur að því að reka, að slíkt hefni sín fyrr eða síðar. Með því að skipta stjórn landsins í fleiri staði og á fleiri hendur og láta héruðin mun meira um eigin mál sín, bíður fram- inn röskra manna heima í héraði, heilbrigð samkeppni gæti skap- azt milli hagdeilda um sem stórstígastar og arðvænlegastar fram- kvæmdir, en í fjórðungaráðunum gæfist mönnum kostur á að fá glögga yfirsýn yfir stjórn og hagi hagdeildanna og í landsráðinu yfir málefni fjórðunganna. Veigamestu rökin með þessari skip- un mála hér eru Jró auðvitað þau, að héraðs- og bæjarbúar eru því miklu kunnugri, hvað gera Jrarf hagsvæði Jreirra til hagsbóta,

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.