Stígandi - 01.10.1944, Page 8

Stígandi - 01.10.1944, Page 8
246 MILLI HRAUNS OG HLÍÐA STIGANDI en lítt kunnir menn í stjórnarskrifstofum suður í Reykjavík. Höfuðborgin ætti \el að geta gert sig ánægða með undirstjórn nær þriðjungs þjóðarinnar og yfirstjórn alla. Aðalskipaeign Norðlendinga er smáskip, sem fyrst og fremst eru Samvinnu- eða sameignarútgerð? notuð til sjósóknar ylir sumartímann, en mikinn hluta árs liggja þau bundin í höfn, því að ekki þykir svara kostnaði að gera þau út á þorskveiðar. Slík útgerð getur ekki talizt myndarleg, enda þótt hún hafi oft borið sig vel. Norðlendingar þurfa að eignast nýtízkutogara engu síður en nýtízkuvélbáta, togara, sem þeir geta látið stunda veiðar allan ársins lning, þegar Ægir er gjöfull. En nýtízkutogari verður dýr, vafalaust of dýr flestum einstaklingum til kaups og reksturs með núgildandi verðlagi. Margar leiðir eru nú farnar aðrar en einstaklingsrekstur fyrirtækis: Hlutafélög eru stofnuð, samvinnufélög mynduð, bæjarfélög gerast atvinnu- rekendur og ríkið er löngu hætt að bræðast ríkisrekstur. Þess vegna ætti enginn að þurfa að' brökkva við, þótt hér sé minnzt á sameignarútgerð. Það, sem hér er átt við, er, að ein, tvær, þrjár eða fleiri hagdeildir gætu baft með sér sameignarútgerð á togur- um, þær mynduðu í sameiningu þann trausta bakbjarl, sem út- gerðin þarf að liafa í upphafi, bæru sameiginlega skatta og skyld- ur, veg og vanda af útgerðinni og skiptu með sér afrakstrinum eftir blutareign. Hugsuin okkur, að Norðlendingafjórðungi sé skipt í bag- deildir, eins og stungið er upp á í greininni I.eitað að leiðum. I bagráðunum bafi verið samþykkt að liefja samvinhu- eða sam- eignarútgerð togara, og fjórðungsráð bafi fallizt á þær ráðstaf- anir. Síðan eru keyptir sex togarar og eignarhluti hverrar bag- deildar skráður. Togurunum er því næst skipt niður í útgerðar- staði, t. d. einn gerður út frá Húnaflóa, annar frá Sauðárkróki, þriðji frá Siglufirði, fjórði frá Olafsfirði, finnnti Irá Húsavík, sjötti frá Raufarböfn. Ef hentugra þykir, eru fleiri gerðir út frá sama stað. Vinnuaukning þeirri, sem útgerðin veitir, er skipt el tir eignarblutum milli hagdeilda. Tekjur allar, sem útgerðarstað- irnir bafa af útgerðinni, svo sem aukin verzlun, vatnsgjöld, bafn- argjöld, óbein vinnuaukning og þ. u. 1., eru metnar og reiknaðar við arðskipti milli bagdeilda. Yfirstjórn öll er í höndum ráðs, sem hagdeildirnar kjósa, og kýs lner deild einn mann í það. Augljóst má vera, að þessu skipulagi fylgja ýmsir kostir, t. d. þeir, að bregðist útgerðin á einum stað' vegna einhverra mistaka, getur

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.