Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 9
STIGANDI MILLI HRAUNS OG HLIÐA 247
útgerð annars staðar hlaupið nndir bagga, hafi þar aftur vel
gengið, svo að síður þiuii til þrots að koma. Hins vegar munu
margir segja, að þetta blessist aldrei, hjá svona fyrirtækjum sé
alltaf illa unnið, alltaf svikizt um.
,, , ,, Oa þá hvarflar í hug manns, hve íslendingar hirða oft
Verkstjorn. .' , ., ,, , r , *...*,
litið um verkstjorn. Verkamonnum er ott brugðið um
slæleg vinhubrögð, en ætli slælegri verkstjórn sé síður um að
kenna? Það er ekki öllum gefið að kunna að stjórna mönnum
við vinnu. Sumir eru þannig gerðir, að engum dettur annað í
hug en að vinna vel hjá þeim, aðrir hafa þverölug áhrif á undir-
menn sína, og svo eru öll stig þarna á milli. Sumir taka að sér
alltof mikla vinnu og sjá svo hvergi fram úr að stjórna öllu.
Þannig baka þeir vérkséljánda margs konar tjón. Sums staðar
eru verkstjórastöður hafðar sem bitlingar, en í engu farið eftir
hæfni. Er þetta auðvitað hin mesta óhæfa, því að framkvæmd
verks, kostnaður þess og hve vel það er unnið, fer að mjög miklu
leyti eftir verkstjórninni.
Það munu ótrúlegar upphæðir, sem farið hafa í súginn hjá
éinstaklingum, bæjarfélögum og ríkinu sökum slælegrar verk-
stjórnar, og mætti almenningur gjarnan rumskast til meiri um-
hugsunar og eftirtektar á þessu.
,, , . , , , , , Rússar tóku upp vinnuverðlaun oo-
„Vaskur jafnt ur býtum ber , , : ¦... ... .. , ,
, , . , „ bættu þannig vinnuarkost sin stor-
busa þeim, sem latur er. , T' , , ,, M
lega. Her er stundum talað ura, að
koma þurfi á vinnumati. Röskum verkmanni svíður það eðli-
lega að bera í engu meira úr býtum en letinginn, sem styðst
fram á skófluna meirihluta vinnutímans. Slíkt getur vatia tal-
izt hvatning til að vinna vel. En sennilega er víða erfitt að
koma sanngjörnu \innumati við. Mörgum þykir gaman að
vinna í ákvæðisvinnu, en forráðamenn verklýðssamtakanna hafa
frekar lagzt á móti henni, enda er margs að gæta við deilingu
vinnunnar. Gamlir menn og aðrir miður vinnufærir þurfa oft
að ganga á vinnumarkaðinn, en yrðu mjög fyrir borð bornir í
ákvæðisvinnu éða þar, sem strangt vinnumat væri framkvæmt.
Hins vegar ætti öllum að vera ljóst, að fyrir slíkum mönnum á
þjóðfélagið að sjá á annan hátt en þann að láta verkkaupendur
greiða vinnu þeirra jöfnu verði og fullvinnandi manna.
„ , .... . En þá kemur okkur í hug annað,
bama kaup iyrir somu vinnu. , , . . „. ,x ,, , ..
sem ekkr virðist siður orettlatt, en
það er, hve konum er greitt miklu lægra kaup en körlum í flest-